17. nóvember 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varamaður
- Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027202303627
Lögð eru fram til kynningar drög og tillögur að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024-2027, vegna helstu verkefna skipulagsmála á umhverfissviði, frá fyrri umræðu 838. fundar bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
Lagt fram og kynnt. Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs fór yfir drög að fjárhagsáætlun.
2. Dalland L123625 - endurupptökubeiðni202303972
Lagt er fram að nýju til umræðu og afgreiðslu erindi landeigenda um endurupptökubeiðni vegna nýs deiliskipulags við Dalland L123625. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 599. fundi nefndarinnar.
Í samræmi við rökstuðning í fyrirliggjandi umsögn skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanns samþykkir skipulagsnefnd með 5 atkvæðum endurupptöku- og umfjöllunarbeiðni, er barst þann 06.06.2023, á grundvelli fyrirliggjandi samninga landeigenda við sveitarfélagið, dags. 13.05.2020. Málið skal tekið fyrir að nýju undir sérstökum dagskrárlið og bætist við fundargerð sem mál nr. 3.
3. Dalland L123625 - nýtt deiliskipulag202303972
Lagt er fram að nýju erindi er barst frá Odd Þorbergi Hermannssyni, f.h. landeigenda að Dallandi L123625, dags. 21.03.2023, með ósk um að auglýsa deiliskipulagstillögu landbúnaðarlands. Um er að ræða nýtt deiliskipulag við Dalland, á 10,5 ha landi. Samkvæmt tillögunni eru tveir byggingarreitir og reiðgerði þar sem óskað er eftir heimild fyrir byggingu íbúðarhúss/smábýli með kosti á fjölbreyttri nýtingu lands með áherslu á hrossarækt, tún- matvæla- og eða fóðurframleiðslu. Aðkoma er frá Nesjavallavegi. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu drög að deiliskipulagstillögu sem samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:1250.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að vísa tillögunni til rýni og yfirferðar á umhverfissviði.
4. Grenndarstöð við Vefarastræti í Helgafellshverfi - deiliskipulagsbreyting202307225
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu drög að umsögn nefndar við innsendum athugasemdum auglýstrar deiliskipulagsbreytingar ásamt tillögu skipulagsfulltrúa að afgreiðslu, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir og athugasemdir voru teknar til umræðu og kynntar á 598. fundi nefndarinnar. Hjálögð er til afgreiðslu uppfærð tillaga deiliskipulagsbreytingar Vefarastrætis í samræmi við innsendar athugasemdir og rýni umferðarráðgjafa.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum uppfærða deiliskipulagstillögu ásamt tillögu skipulagsfulltrúa að svörun og umsögnum innsendra athugasemda, með vísan til samantektar og minnisblaðs. Tillagan hefur verið lagfærð með hliðsjón af niðurstöðu umferðarrýni um öryggi á svæðinu. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41. gr. sömu laga vegna minni breytinga á útfærslu og uppdrætti í samræmi við umsagnir og athugasemdir.
5. Aðkomumerki Leirvogstunguhverfis - fyrirspurn202309680
Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa og umhverfissviðs vegna erindis íbúa um aðkomumerki Leirvogstunguhverfis, í samræmi við afgreiðslu á 597. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd er ánægð með framtak og hug íbúa í Leirvogstunguhverfi. Skipulagsnefnd synjar þó með 5 atkvæðum tillögunni með vísan í rökstuðning og umfjöllun fyrirliggjandi umsagnar skipulagsfulltrúa. Nefndin er sammála að í stað sérmerkinga er mikilvægara er að sameina bæinn undir einni ásýnd og ímynd Mosfellsbæjar.
6. Helgafellshverfi 6. áfangi - nýtt deiliskipulag202101267
Sindri Birgisson verkefnastjóri skipulagsmála tekur sæti á fundinum kl. 8:00Lögð eru fram til kynningar drög að tillögu og samantekt nýs deiliskipulags fyrir 6. áfanga Helgafellshverfis, norðan Ásahverfis. Skipulagsferli hófst með kynntri skipulagslýsingu árið 2021, í samræmi við aðalskipulagsáætlanir. Markmið deiliskipulagsins er móta byggð sem fellur að núverandi hverfi, byggðarmynstri og skipulagi aðliggjandi svæða. Svæðið er annar af tveimur áföngum sem eftir eru í Helgafellshverfi, samkvæmt rammaskipulagi landsins og gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls í samræmi við umræður og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur áherslu á að skipulagsáfangar séu rýndir og hannaðir samhliða svo tryggja megi samfellu byggðar á svæðinu.
7. Helgafellstorfan - deiliskipulag 7. áfanga Helgafellshverfis201704194
Lögð eru fram til kynningar drög að tillögu og samantekt nýs deiliskipulags fyrir Helgafellstorfu, 7. áfanga Helgafellshverfis í suðurhlíð Helgafells. Skipulagsferli hófst með viljayfirlýsingu Mosfellsbæjar og landeigenda árið 2017 og kynntri skipulagslýsingu árið 2028. Markmið deiliskipulagsins er móta byggð sem fellur að núverandi hverfi, byggðarmynstri og skipulagi aðliggjandi svæða. Svæðið er annar af tveimur áföngum sem eftir eru í Helgafellshverfi, samkvæmt rammaskipulagi landsins og gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls í samræmi við umræður og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur áherslu á að skipulagsáfangar séu rýndir og hannaðir samhliða svo tryggja megi samfellu byggðar á svæðinu.
Fundargerðir til kynningar
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 507202311005F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
8.1. Akurholt 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111108
Hans Þór Jensson Akurholti 21 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu viðbyggingu á einni hæð við einbýlishús á lóðinni Akurholt nr. 21, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 25,9 m², 82,1 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.2. Bjarkarholt 11-29 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111474
A01 ehf. Höfðabakka 3 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss nr. 17-19 á lóðinni Bjarkarholt nr. 11-29, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.3. Stórikriki 59 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202309619
Pallar og menn ehf. Markholti 17 sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Stórikriki nr. 59-61, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir lóð nr. 59 : Íbúð 172,1 m², bílgeymsla 23,8 m², 530,7 m³. Stærðir lóð nr. 61 : Íbúð 177,9 m², bílgeymsla 37,3 m², 521,9 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 72202311009F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9.1. Grenibyggð 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202304122
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Stefáni Þ Ingólfssyni f.h. Arnars Agnarssonar, fyrir viðbyggingu við endagafl parhúss að Grenibyggð 2, í samræmi við gögn. Viðbyggingin er 28,5 m² og í henni eru tvö íbúðarherbergi ásamt tengigangi. Kvöð er á lóð er varðar lagnir og hafa þarf samráð við Mosfellsveitur áður en farið er í framkvæmdir.
Erindinu var vísað til umsagnar á 497. afgreiðslufundi byggingafulltrúa, þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið. Skipulagsnefnd samþykkti á 595. fundi sínum leiðbeiningar um stækkanir húsa í hverfinu, erindið hefur verið rýnt í samræmi við þær.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.