22. október 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellshverfi 5. áfangi - nýtt deiliskipulag201811024
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu nýtt deiliskipulag fyrir 5. áfanga Helgafellshverfis.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan skuli auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Helgafellshverfi 5. áfangi - götuheiti201811024
Lagt er fram til umfjöllunar minnisblað vegna nafngiftar á götu 5. áfanga Helgafellshverfis.
Skipulagsnefnd samþykkir að ný gata deiliskipulags 5. áfanga í Helgafellshverfi muni bera heitið Úugata eftir persónuninni Úu úr bókinni Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness.
3. Helgafellshverfi 6. áfangi - nýtt deiliskipulag202101267
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags 6. áfanga Helgafellshverfis.
Skipulagsnefnd samþykkir að skipulagslýsingin skuli auglýst og kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Háeyri 1-2 - breyting á deiliskipulagi202108920
Lagt er fram minnisblað og umsögn skipulagsfulltrúa, vegna erindis um deiliskipulagsbreytingu fyrir Háeyri 1-2, í samræmi við afgreiðslu á 549. fundi nefndarinnar. Erindi lagt fram til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd heimilar málsaðila að vinna áfram tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við minnisblað skipulagsfulltrúa. Erindinu er vísað til bæjarráðs vegna samninga um gjaldtöku á fjölgun íbúða.
5. Leirvogstunguhverfi - endurskoðun deiliskipulags202106088
Skipulagsnefnd samþykkti á 546. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu vegna gatna, stíga og lóða í Leirvogstunguhverfi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var aðgengileg á vef sveitarfélagsins og auglýst í Mosfellingi og Lögbirtingarblaðinu. Athugasemdafrestur var frá 26.08.2021 til og með 10.10.2021. Hjálagðar eru til kynningar innsendar athugasemdir.
Skipulagsnefnd þakkar bréfriturum athugasemdir og umsagnir. Skipulagsnefnd samþykkir að vísa athugasemdum til frekari skoðunar á Umhverfissviði.