Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. febrúar 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Bygingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Há­eyri 1-2 - breyt­ing á skipu­lagi202108920

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð deiliskipulagstillaga fyrir Háeyri 1-2 í samræmi við athugasemdir sem kynntar voru á 538. fundi nefndarinnar. Aðkomu húsa frá Reykjalundarvegi hefur verið breytt og nýta áfram núverandi vegtengingu, samnýtt með Eyri og Sveinseyri. Hjálögð er umsögn athugasemda auk greinargerðar vegna óverulegrar breytingar aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir upp­færða til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu ásamt til­lögu að svörun og um­sögn­um inn­sendra at­huga­semda, með vís­an til um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa. Deili­skipu­lag­ið skal hljóta af­greiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á enduraug­lýs­ingu deili­skipu­lags­breyt­ing­ar skv. 4. mgr. 41. gr. sömu laga vegna minni­hátt­ar upp­færslu á grein­ar­gerð auk til­færslu á að­komu húsa þar sem um sömu að­komu er að ræða og þeg­ar teng­ir Há­eyri 1 við Reykjalund­ar­veg.
    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir einn­ig að með­höndla breyt­ingu á að­al­skipu­lagi í sam­ræmi við 2. mgr. 36. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 í sam­ræmi við rök­stuðn­ing í fyr­ir­liggj­andi gögn­um. Að­eins er ver­ið að fjölga íbúð­um inn­an 0,3 ha svæð­is Há­eyri 330-Íb í töflu grein­ar­gerð­ar að­al­skipu­lags­ins Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 um tvær íbúð­ir. Breyt­ing­in get­ur tal­ist óveru­leg og hafa for­send­ur henn­ar ver­ið kynnt­ar í deili­skipu­lags­breyt­ing­unni sjálfri og með­ferð aug­lýs­ing­ar í sam­ræmi við ákvæði lag­anna.
    Máls­að­ili og eða land­eig­andi ber ábyrgð á og kostn­að af gerð nýrra mæli­blaða lóða. Fram­kvæmda­að­ili skal kosta og fram­kvæma að­komu inn­an lóða og teng­ingu húsa við Reykjalund­ar­veg, auk þess að greiða hugs­an­lega ann­an þann kostn­að sem af breyt­ing­unni hlýst.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    • 2. Krika­hverfi - deili­skipu­lags­breyt­ing fyr­ir bretta­völl við Krika­skóla202207104

      Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð deiliskipulagstillaga fyrir Krikahverfi í samræmi við athugasemdir sem kynntar voru á 538. fundi nefndarinnar. Innfærðar hafa verið á uppdrætti viðmiðunarkröfur um gerð hljóðmanar fyrir brettavöllinn. Hjálögð er umsögn athugasemda.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir upp­færða til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu ásamt til­lögu að svörun og um­sögn inn­sendr­ar at­huga­semd­ar, með vís­an til um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa. Deili­skipu­lag­ið skal hljóta af­greiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á enduraug­lýs­ingu deili­skipu­lags­breyt­ing­ar skv. 4. mgr. 41. gr. sömu laga vegna minni­hátt­ar upp­færslu á grein­ar­gerð.
      Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

      • 3. Mið­dal­ur 2 L199723 - deili­skipu­lag202105214

        Lögð er fram til kynningar drög að deiliskipulagi, ásamt öðrum gögnum, fyrir landbúnaðarlandið L-536 við Hafravatnsveg í Miðdal. Gögn eru unnin í framhaldi af afgreiðslu á 560. fundi nefndarinnar. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir tveimur nýjum byggingareitum, 500 m² skemmu og 300 m² einbýlishúsi.

        Skipu­lags­nefnd vís­ar drög­um að deili­skipu­lagi til um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa hvað varð­ar heim­ild­ir og nýt­ingu land­bún­að­ar­lands í Mos­fells­bæ.
        Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

        • 4. Skar­hóla­braut - Stofn­lögn að vatnstanki og gatna­gerð202212210

          Lögð er fram til afgreiðslu umsókn frá umhverfissviði Mosfellsbæjar, dags. 21.02.2023, um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu stofnlagnar/þrýstilagnar meðfram Skarhólabraut að vatnstanki í Úlfarsfellshlíðum auk framkvæmda til þess að gera þjónustulóð Skarhólabrautar 3 byggingarhæfa, í samræmi við gögn.

          Skipu­lags­full­trúa er fal­ið að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012, á grunni fyr­ir­liggj­andi gagna og gild­andi deili­skipu­lags Skar­hóla­braut­ar, stað­fest 12.03.2008, og Slökkvi­stöðv­ar­svæð­is, stað­fest 07.02.2010 m.s.br.
          Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

          • 5. Þjón­usta sveit­ar­fé­laga 2022 - Gallup202302063

            Lagðar eru fram til kynningar niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2022. Málinu er vísað til skipulagsnefndar af 1567. fundi bæjarráðs. Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, kynnir niðurstöður.

            Lagt fram og kynnt.

            • 6. Sam­ráð Mos­fells­bæj­ar og Strætó um nýtt leið­ar­net202211218

              Starfsfólk Strætó bs. kynna hugmyndir að nýju leiðaneti almenningssamgangna í Mosfellsbæ. Kynningin er hluti samráðs um bætt leiðanet fyrir Borgarlínu-, stofn- og almennar leiðir. Lagðar eru fram til kynningar og afgreiðslu tillögur Stærtó bs. að nýju leiðarneti og legu Borgarlínuleiðar E auk innanbæjarleiða S og T.

              Frestað vegna for­falla full­trúa Strætó bs.

              Fundargerðir til kynningar

              • 7. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 65202302014F

                Fundargerð lögð fram til kynningar.

                Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                • 7.1. Bjark­ar­holt 32-34 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202212274

                  Borist hef­ur um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi, frá Render 2 ehf., fyr­ir stein­steypt fjöl­býl­is­hús með 100 ör­yggis­íbúð­um á fjór­um hæð­um ásamt kjall­ara og bíl­geymslu við Bjark­ar­holt 32-34, í sam­ræmi við gögn. Um­sókn­inni var vísað til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar eða skipu­lags­full­trúa á 491. af­greiðslufundi bygg­ing­ar­full­trúa þar sem að fjöldi fer­metra í kjall­ara húss er um­fram það sem heim­ilt er skv. deili­skipu­lagi lóð­ar­inn­ar, stað­fest 08.12.2021.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Lagt fram.

                • 8. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 491202302013F

                  Fundargerð lögð fram til kynningar.

                  Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                  • 8.1. Bjark­ar­holt 32-34 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202212274

                    Render 2 ehf. Loga­fold 27 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu fjöl­býl­is­hús með 100 ör­yggis­íbúð­um á fjór­um hæð­um ásamt kjall­ara og bíl­geymslu á lóð­inni Bjark­ar­holt nr.32-34 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

                    Stærð­ir:
                    Kjall­ari 1.385,6 m²
                    Bíl­geymsla 2.441,4 m²
                    1. hæð 2.317,6 m²
                    2. hæð 2.279,9 m²
                    3. hæð 2.216,7 m²
                    4. hæð 1.135,3 m²

                    Rúm­mál sam­tals 38.978,1 m³.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 9. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 492202302020F

                    Fundargerð lögð fram til kynningar.

                    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                    • 9.1. Bjark­ar­holt 32-34 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202212274

                      Render 2 ehf. Loga­fold 27 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu fjöl­býl­is­hús með 100 ör­yggis­íbúð­um á fjór­um hæð­um ásamt kjall­ara og bíl­geymslu á lóð­inni Bjark­ar­holt nr.32-34 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

                      Stærð­ir:
                      Kjall­ari 1.385,6 m²
                      Bíl­geymsla 2.441,4 m²
                      1.hæð 2.317,6 m²
                      2.hæð 2.279,9 m²
                      3.hæð 2.216,7 m²
                      4.hæð 1.135,3 m²

                      Rúm­mál sam­tals 38.978,1 m³.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Lagt fram.

                    • 9.2. Hamra­brekk­ur 18 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202208699

                      Júlí­us Bald­vin Helga­son Lang­holts­vegi 67 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri stækk­un frí­stunda­húss á lóð­inni Hamra­brekk­ur nr. 18, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                      Stækk­un: 16,0 m², 53,4 m³.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Lagt fram.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 8:20