Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. janúar 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varamaður
 • Rúnar Þór Guðbrandsson (RÞG) varamaður
 • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
 • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Há­eyri 1-2 - breyt­ing á skipu­lagi202108920

  Skipulagsnefnd samþykkti á 579. fundi sínum að kynna og auglýsa til umsagna og athugasemda deiliskipulagsbreytingu fyrir Háeyri 1 og 2 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin byggir á að fjölga íbúðum úr tveimur í fjórar með breytingu einbýlishúsalóða í parhúsalóðir. Aðkomu húsa er einnig breytt. Breytingin var auglýst í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi og á vef mos.is. Kynningarbréf og gögn voru einnig send í nærliggjandi hagaðila, Sveinsstaði, Sveinseyri, Káraleyni og SÍBS-Reykjalund. Breytingin kallar á óverulega breytingu aðalskipulags fyrir reit ÍB-330. Athugasemdafrestur var frá 08.12.2023 til og með 23.01.2023. Umsagnir bárust frá Gunnari Löve, framkvæmdastjóra SÍBS, dags. 19.01.2023 og Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 23.01.2023.

  Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­full­trúa falin áfram­hald­andi vinna máls í sam­ræmi við um­ræð­ur. Mik­il­vægt er að sam­eig­in­leg sátt og sýn ná­ist um að­komu breytts deili­skipu­lags milli máls­að­ila og land­eig­anda Reykjalunda­veg­ar, SÍBS.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 2. Krika­hverfi - deili­skipu­lags­breyt­ing fyr­ir bretta­völl við Krika­skóla202207104

  Skipulagsnefnd samþykkti á 579. fundi sínum að kynna og auglýsa til umsagna og athugasemda deiliskipulagsbreytingu fyrir Krikahverfi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin byggir á að festa í deiliskipulag heimild fyrir nýjum brettavelli á grænu svæði aðliggjandi skólalóð Krikaskóla. Breytingin var auglýst í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi og á vef mos.is. Kynningarbréf og gögn grenndarkynningar voru send í nærliggjandi húseigenda, Víðiteig 16, 18, 20, Stórateig 11, 13, 17 og 19. Athugasemdafrestur var frá 08.12.2023 til og með 23.01.2023. Umsögn barst frá Gunnlaugu Pálsdóttur, dags. 04.01.2023.

  Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­full­trúa falin áfram­hald­andi vinna máls í sam­ræmi við um­ræð­ur.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 3. Skelja­tangi 10 - deili­skipu­lags­breyt­ing202209393

  Skipulagsnefnd samþykkti á 579. fundi sínum að kynna og auglýsa til umsagna og athugasemda deiliskipulagsbreytingu fyrir Skeljatanga 10 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin byggir á að stækka byggingarreit og húsnæði, um 40 fermetra, til norðurs. Kynningarbréf og gögn grenndarkynningar voru send í nærliggjandi hús, Skeljatanga 8, 12, 36, 38 og Leirutanga 5. Athugasemdafrestur var frá 08.12.2023 til og með 23.01.2023. Engar athugasemdir bárust.

  Þar sem eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd deili­skipu­lags­breyt­ing­una í sam­ræmi við 3. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Deili­skipu­lag­ið skal hljóta af­greiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. sömu laga.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 4. Stað­fanga­breyt­ing­ar við Hafra­vatn202206160

  Skipulagsnefnd samþykkti á 568. fundi sínum að breyta staðföngum við norðanvert Hafravatn í samræmi við staðfangareglugerð nr. 557/2017. Samþykkt var tillaga að heiti vegar, Óskotsvegur. Í samræmi við stjórnsýslulög var hús- og landeigendum tilkynnt um áformin og þeim gefin kostur á að skila inn umsögn eða athugasemd. Umsagnir bárust frá Ásdísi Pétursdóttur Blöndal, dags. 14.01.2023 og 18.01.2023, Guðrúnu Hildi Ragnarsdóttur, dags. 19.01.2023, Björg Þórhallsdóttur og Hilmari Erni Agnarssyni, dags. 19.01.2023, Birni Ragnarssyni, dags. 19.01.2023 og Daníel Þórarinssyni og Ingibjörgu Norðdahl, dags. 19.01.2023.

  Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­full­trúa falin áfram­hald­andi vinna máls. Skipu­lags­nefnd tel­ur að veg­ir um frí­stunda­svæði í dreif­býli Mos­fells­bæj­ar skuli ekki hljóta end­ing­una „-byggð“ þar sem byggða­hverf­ið er að finna í þétt­býl­inu norð­aust­an Reykja­veg­ar. Æski­legt er að hafa nöfn vega fá og nafn­gift ein­falda.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 5. Hamr­ar hjúkr­un­ar­heim­ili - deili­skipu­lags­breyt­ing202209130

  Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir hjúkrunarheimilið Hamra að Langatanga 2. Tillagan byggir á að stækka byggingarreit til norðurs meðfram Skeiðholti þar sem hægt verður að koma fyrir þriggja hæða viðbyggingu núverandi húss. Nýtingarhlutfall er óbreytt og enn er heimilt að hækka eldra hús um eina hæð. Bílastæðum er breytt og þeim fækkað innan lóðar. Lagt er upp með samnýtingu bílastæða innan miðbæjarreitar. Þjónustuaðkoma er teiknuð frá Skeiðholti og útfærslu hljóðvarna meðfram götu er breytt. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð auk skuggavarpsmynda.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu skuli aug­lýst og kynnt í sam­ræmi við 1. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 6. Hamra­brekk­ur 18 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202208699

  Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Júlíusi Baldvin Helgasyni, fyrir 16,0 m² stækkun frístundahúss í Hamrabrekkum 18 í samræmi við gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 480. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að með­höndla um­sókn í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og falla frá kröfu um grennd­arkynn­ingu bygg­ing­ar­leyf­is vegna tak­mark­aðra grennd­ar­hags­muna. Við­bygg­ing er minni­hátt­ar og sam­ræm­ist ákvæð­um að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030. Fjar­lægð­ir í nær­liggj­andi hús og lóð­ir eru tölu­verð­ar. Bygg­ing­ar­full­trúa er heim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar um­sókn og gögn sam­ræm­ast lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 7. Reykja­hlíð garð­yrkja 123758 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202212067

  Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Hafdísi Huld Þrastardóttur, fyrir 27,1 m² viðbyggingu einbýlis að Reykjahlíð L123758 í samræmi við gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 488. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að með­höndla um­sókn í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og falla frá kröfu um grennd­arkynn­ingu bygg­ing­ar­leyf­is vegna tak­mark­aðra grennd­ar­hags­muna. Við­bygg­ing er um­fangs­lít­il í sam­an­burði við nú­ver­andi bygg­ing­ar. Ásýnd­ar­breyt­ing er minni­hátt­ar og hef­ur nær eng­in áhrif á nýt­ing­ar­hlut­fall lóð­ar eða lands. Við­bygg­ing er ekki sýni­leg frá nær­liggj­andi íbúð­ar­hús­um sem eru í um 100-200m fjar­lægð. Bygg­ing­ar­full­trúa er heim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar um­sókn og gögn sam­ræm­ast lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 8. Hlað­gerð­ar­kot - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202212015

  Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Ingiþór Björnssyni, f.h. Samhjálpar, fyrir 49,8 m² kapellu úr timbri að Hlaðgerðarkoti L124721 í samræmi við gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 488. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að með­höndla um­sókn í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og falla frá kröfu um grennd­arkynn­ingu bygg­ing­ar­leyf­is vegna tak­mark­aðra grennd­ar­hags­muna. Ný­bygg­ing kap­ell­unn­ar er um­fangs­lít­il í sam­an­burði við nú­ver­andi bygg­ing­ar. Ásýnd­ar­breyt­ing er minni­hátt­ar og hef­ur nær eng­in áhrif á nýt­ing­ar­hlut­fall lóð­ar eða lands. Ný­bygg­ing er ekki sýni­leg frá nær­liggj­andi íbúð­ar­hús­um sem eru í um 100-200m fjar­lægð. Bygg­ing­ar­full­trúa er heim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um.

 • 9. Bjark­ar­holt 32-34 - upp­bygg­ing202208559

  Lögð eru fram til kynningar og umsagnar ný og breytt drög að útlitsteikningum og aðaluppdráttum af Bjarkarholti 32-34.

  Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við kynnt gögn.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 10. Bjark­ar­holt 32-34 - deili­skipu­lags­breyt­ing202301435

   Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir Bjarkarholt 32-34 þar sem byggingarreit bílgeymslu er breytt og hann stækkaður til austurs og suðurs.

   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu skuli kynnt í sam­ræmi við 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Leita skal eft­ir um­sögn­um og at­huga­semd­um hag­að­ila og aðliggj­andi lóð­ar­hafa, auk frek­ari rýni fag­að­ila á um­ferðarör­yggi.
   Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 11. Svæð­is­skipu­lag Suð­ur­há­lend­is202301285

   Borist hefur erindi frá Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis, dags. 13.01.2023, þar sem óskað er eftir umsögn við nýtt svæðisskipulag og umhverfismatsskýrslu Suðurhálendis í samræmi við 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 13. og 14. gr. laga um umhverfismat áætlana og framkvæmda 111/2021. Skipulagssvæðið nær yfir hálendissvæði níu sveitarfélaga á Suðurlandi en þau eru Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur. Flóahreppur og Árborg koma einnig að nýju skipulagi. Viðfangsefni skipulagsvinnunnar er mótun framtíðarsýnar og stefnumörkun fyrir Suðurhálendið um sterka innviði, umhyggju fyrir auðlindum, ábyrga nýtingu auðlinda og aðgerðir fyrir loftslagið Athugasemdafrestur er til og með 12.02.2023.

   Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við kynnt gögn.
   Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:03