21. desember 2018 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsáætlun skipulagsnefndar 2019201811057
Lögð fram tillaga að starfsáætlun skipulagsnefnar fyrir árið 2019.
Skipulagsnefnd samþykkir starfsáætlunina fyrir árið 2019.
2. Í Miðdalslandi l.nr. 125323, ósk um skiptingu í 4 lóðir201605282
Borist hefur erindi frá Guðmundi Hallbergssyni og Margréti Sæberg Þórðardóttur dags. 6. desember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir land í Miðdalslandi landnr. 125323.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að sækja um breytingu deiliskipulags.
3. Vegtenging Mosfellsdal201812133
Borist hefur erindi frá Land-lögmenn fh. Kjartans Jónssonar dags. 4. desember 2018 varðandi vegtengingar í Mosfellsdal.
Skipulagsnefnd felur formanni skipulagsnefndar, skipulagsfulltrúa og lögmanni bæjarins að funda með bréfritara.
4. Kvíslatunga 120 - breyting á deiliskipulagi201812155
Borist hefur erindi frá Söndru Rós Jónasdóttir dags. 10. desember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Kvíslatungu 120.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags.
5. Helgadalur - ósk um breytingu á landnotkun201812171
Borist hefur erindi frá Herdísi Gunnlaugsdóttur Holm og Hreini Ólafssyni dags. 30. nóvember 2018 varðandi breytingu á landnotkun á jörðinni Helgadalur.
Skipulagsnefnd vísar málinu til endurskoðunar aðalskipulags.
6. Lóð í landi Sólsvalla - landnr. 125402201812175
Borist hefur erindi frá Þorgeiri Jónssyni fh. 44 ehf. dags. 12. desember 2018 varðandi breytingu á skráningu og skipulagi lóðar.
Skipulagsnefnd synjar erindinu með tilliti til ákvæða aðalskipulags.
7. Laxatunga 48 - umsókn um aukainngang í hús201812205
Borist hefur erindi frá Magnúsi Baldri Kristjánssyni fyrir hönd Kristjáns Tryggvasonar dags. 14. desember 2018 varðandi ósk um aukahurð á húsinu að Laxatungu 48.
Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem breyting er ekki í samræmi við skilmála gildandi deiliskipulags.
8. Varmaland II Mosfellsdal - breyting á deiliskipulagi201812212
Borist hefur erindi frá Ingibergi Ragnarssyni fh. Björn Roth dags. 23. nóvember 2018 varðandi breytingu á deilskipulagi fyrir Varmaland II.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags.
9. Þverholt 21-23 og 25-27 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu201804104
Á 473. fundi skipulagsnefndar 7. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags." Lagður fram deiliskipulagsbreytingaruppdráttur.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til fullnægjandi gögn hafa borist.
10. Fyrirspurn varðandi breytta landnoktun á Leirvogstungumelum vegna atvinnusvæðis201711102
Borist hefur erindi frá Pétri Jónssyni fh. Vöku björgunarfélags dags. 15. desember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungumela.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags.
11. Leirvogstunga 35 - breyting á deiliskipulagi201812221
Borist hefur erindi frá Óskari Jóhanni Sigurðssyni dags. 16. desember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Leirvogstungu 35.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um málið eftir að fullnægjandi gögn hafa borist.
12. Ósk um upplýsingar vegna deiliskipulags Leirvogstungu 2014201812247
Borist hefur erindi frá Minjastofnun dags. 11. desember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar í Leirvogstungu 2014.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla gagna og kynna niðurstöðuna fyrir skipulagsnefnd áður en erindi verður formlega svarað.
13. Umsókn um framkvæmdaleyfi - gatnagerð Súluhöfða 32-50201812277
Borist hefur erindi frá Óskar Gísla Sveinssyni deildarstjóra nýframkvæmda dags. 18. desember 2018 varðandi gatnagerð í Súluhöfða 32-50.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 15. gr. skipulagslaga.
Fundargerðir til kynningar
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 352201812014F
Samþykkt.
14.1. Bjarg við Varmá - Umsókn um byggingarleyfi 201507008
Albert Rútsson, kt. 140546-4539, Bjargi Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja, úr forsteyptum einingum, við íbúðarhúsið að Bjargi íbúðarrými á tveimur hæðum ásamt bílgeymslu í samræmi við framlögð gögn. Stækkun húss: Íbúðarrými 228,5 m², bílgeymsla 163,9 m², 1.110,395 m³.
14.2. Einiteigur 3, Umsókn um byggingarleyfi. 201806053
Guðni Björnsson, Drápuhlíð 42 Reykjavík, sækir um leyfi til að breyta áður samþykktum aðaluppdráttum einbýlishúss á einni hæð á lóðinni Einiteigur nr.3, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
14.3. Fossatunga 29-31, Umsókn um byggingarleyfi 201811148
BH Bygg ehf., Hrauntungu 18, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Fossatunga nr.29-31, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Fossatunga 29, íbúð 184,5m², bílgeymsla 30,5m² 680,8m³. Fossatunga 31, íbúð 184,5m², bílgeymsla 30,5m² 680,8m³.14.4. Gerplustræti 17-19, Umsókn um byggingarleyfi. 201803123
V Níu fasteignir ehf., Hófgerði 2 Reykjavík, sækja um leyfi til að breyta áður samþykktum aðaluppdráttum 21 íbúða fjöleignahúss og bílakjallara á lóðinni nr. 17-19 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn. Breyting felur í sér fjölgun um eina íbúð á 3. Hæð Gerplustrætis nr. 17. Stærðir breytast ekki.
14.5. Gerplustræti 21-23, Umsókn um byggingarleyfi. 201804148
V Níu fasteignir ehf., Hófgerði 2 Reykjavík, sækja um leyfi til að breyta áður samþykktum aðaluppdráttum 21 íbúða fjöleignahúss og bílakjallara á lóðinni nr. 21-23 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn. Breyting felur í sér fjölgun um eina íbúð á 3. Hæð Gerplustrætis nr. 17. Stærðir breytast ekki.
14.6. Laxatunga 9 , Umsókn um byggingarleyfi 201805304
Hörður Óli Níelsson og Anna Rósa Harðardóttir, Laxatunga 9, sækir um leyfi til að bæta við glugga og útidyrum á austurhlið einbýlishúss á lóðinni Laxatunga nr. 9, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.14.7. Uglugata 32-38, Umsókn um byggingarleyfi. 201710068
Seres Byggingarfélag, Logafold 49 Reykjavík, sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara ásamt stækkun hans um 10m² í fjölbýlishúsi á lóðinni Uglugata nr. 32-38 , í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Stækkun kjallara 10,0 m², 30,6 m³.14.8. Vogatunga 103-107, Umsókn um byggingarleyfi. 201705050
Mótex ehf. Hlíðarsmára 19 Kópavogi sækir um leyfi til að breyta áður samþykktum aðaluppdráttum raðhúsa með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 103, 105 og 107 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn. Breyting varðar innra skipulag. Stærðir breytast ekki.