11. apríl 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Brúarland sem skólahúsnæði201503529
Frestað frá síðasta fundi. Fulltrúi Miðflokksins óskar eftir óháðu mati á aðbúnaði grunnskólabarna að Brúarlandi, hljóðvist, aðgengi fatlaðra, mengunarvarnir og staðsetning við Vesturlandsveg. Þar skal miðast við að húsnæðið verði að uppfylla öll skilyrði varðandi aðbúnað, hollustuhætti og umhverfi sem skólahúsnæði.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa tillögunni til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs.
Bókun V- og D- lista
Brúarland hefur starfsleyfi sem skólahúsnæði enda hafa verið gerðar úttektir og endurbætur á húsnæðinu og umhverfi þess á undanförnum árum af óháðum sérfræðingum- FylgiskjalLeiðbeiningar_Hljóðvistarkröfur í umhverfi barna_2012.pdfFylgiskjalRyk Minnisblað Uppfært 290416.pdfFylgiskjalHljóð Minnisblað - uppfært 290416.pdfFylgiskjalKort 3 Hljóð - 3m veggur við leiksvæði.pdfFylgiskjalKort 2 Hljóð - 4m veggur við hús.pdfFylgiskjalKort 1 Hljóð - Núverandi ástand.pdfFylgiskjal20190411-uttekt-vBruarland-loft-hljod04.pdf
2. Seta í skólaráðum grunnskóla í Mosfellsbæ ? fyrirspurn um innleiðingu grunnskólalaga201904020
Frestað frá síðasta fundi. Fulltrúi Miðflokksins óskar eftir umfjöllun og skýringum varðandi innleiðingu grunnskólalaga innan vébanda grunnskóla Mosfellsbæjar og þá sérstaklega í tengslum við setu í skólaráðum.
Samþykkt með 2 atkvæðum að vísa erindinu frá. Fulltrúi M- lista kýs gegn frávísun málsins.
Bókun V- og D- lista: Skólaráð er samkvæmt lögum og reglugerð samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags sem skólastjóri stýrir. Sé skóla stýrt af tveim skólastjórum líkt og heimilt er leiðir það af eðli máls að þeir sitji báðir í skólaráði. Að öðrum kosti gæti skólaráð ekki sinnt hlutverki sínu og væri ekki skipað í samræmi við fyrirmæli reglugerðar.
- FylgiskjalSkyrsla-ráðherra_til_Alþingis_um-framkvaemd-skolastarfs-i-grunnskolum-eftir2010.pdfFylgiskjalsjalfsmatskyrsla_2017-2018_lokaskjal-11 mars.pdfFylgiskjalHorduvallaskoli-Fundur2018-2019-30.agust2018-2018_08_30_skolarad.pdfFylgiskjalHandbók-um-skólaráð.pdfFylgiskjal360.fundur-fraedslunefndar-13.mars2019.pdfFylgiskjalreglugerd-skilarad_1157_2008 (1).pdfFylgiskjal20190411-innleiding-grunnskolalaga02.pdf
3. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2018201903440
Ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar fyrir árið 2018 lagður fram til staðfestingar. Rekstraryfirlit Mosfellsbæjar 1.1.2018-31.12.2018 lagður fram til kynningar.
Samþykkt með 3 atkvæðum að staðfesta ársreikning Hitaveitu Mosfellsbæjar. Rekstraryfirlit Mosfellsbæjar 1.1.2018-31.12.2018 lagt fram.
5. Samningur um félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir 2019-2022201812194
Drög að samningi Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps um félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita samning við Kjósahrepp um félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk í samræmi við fyrirliggjandi drög.
6. Þverholt 21-23 og 25-27 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu201804104
Samningur um tilfærslu kvaða í samræmi við bókun bæjarstjórnar.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samning við Byggingarfélagið Bakka ehf. um tilfærslu kvaða við Þverholt.
7. Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar201701243
Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar lögð fram.
Frestað sökum tímaskorts.
8. Varmárskóli ytra byrði, endurbætur201904149
Óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa útboð á endurbótum ytra byrðis Varmáskóla yngri deildar 1.áfangi. Um er að ræða endurbætur á kennaraálmu og vesturálmu samkvæmt verklýsingu Verksýnar.
Samþykkt með 3 atkvæðum að heimila útboð á fyrsta áfanga á viðhaldi á ytra byrði Varmárskóla og að vinnuskjal Verskýnar um mannvirki í eigu Mosfellsbæjar verði kynnt fyrir bæjarráði á næsta fundi.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins greiðir atkvæði með þessu máli enda þolir það enga bið. Fyrir fundi þessum lá ekki fyrir úttektarskýrsla Verksýnar og hefur sú skýrsla ekki fengið umræðu í bæjarráði eða í bæjarstjórn í ljósi annarra mála tengdum Varmárskóla. Nauðsynlegt er að kynna þess skýrslu fyrir bæjarfulltrúum hið fyrsta og önnur skjöl eftir því sem við á og eðli máls samkvæmt. Rétt er að hún sé einnig tekin fyrir í skólaráði Varmárskóla og kynnt þar í ljósi hlutverks skólaráðs lögum samkvæmt. Ríki trúnaður um efni máls er kynning auðsótt enda fulltrúar bundnir trúnaði í einstökum málum sé þess óskað.9. Vegtenging Mosfellsdal201812133
Tilboð um makaskipti á landi
Frestað sökum tímaskorts.
10. Kvíslartunga 84 - ósk um stækkun lóðar201902109
Á 479. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart erindinu."
Frestað sökum tímaskorts.
11. Styrkur til friðlýstra svæða í Landsáætlun um uppbyggingu innviða201904088
Lagðar fram upplýsingar um styrkveitingu til friðlýstra svæða í Mosfellsbæ í verkefnaáætlun 2019-2021 í Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
Frestað sökum tímaskorts.
- FylgiskjalStyrkveiting til friðlýstra svæða í mosfellsbæ 2019 - minnisblað.pdfFylgiskjalEndurskodun verkefnaaaetlun landsaaetlunar 2019-2021 mars 2019 (1).pdfFylgiskjalAlafoss_natturuvaetti_Framkvæmdir_tillogur.pdfFylgiskjalAlafoss_natturuvaetti_framkvaemdir_tillogur_uppdrattur.pdfFylgiskjalTungufoss_natturuvaetti_framkvaemdir_tillogur_uppdrattur.pdf
12. Frumvarp til laga um dýrasjúkdóma ofl (innflutningur búfjárafurða) - beiðni um umsögn201904125
Frumvarp til laga um dýrasjúkdóma ofl(innflutningur búfjárafurða) - beiðni um umsögn
Frestað sökum tímaskorts.
13. Nýliðun og nýútskrifaða kennara til starfa201903541
Bæjarstjórn vísar erindi til afgreiðslu bæjarráðs.Nýverið kynnti mennta- og menningarmálaráðherra hugmyndir sínar, Sambands ísl. Sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands o.fl., um að bjóða nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám sem og námsstyrk til þess að sinna lokaverkefnum samhliða starfsnáminu. Í tilefni þessa er því neðangreind tillaga lögð fram til umræðu og afgreiðslu.
Frestað sökum tímaskorts.