26. apríl 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Hildur Margrétardóttir (HMa) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Steánsson Lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Lögð er fram ósk um heimild til samningagerðar við lægstbjóðanda, Stéttafélagið ehf, um frágang lóðar Helgafellsskóla. Lagt er til að battavöllur verði byggður í fyrsta áfanga í ljósi uppbyggingarhraða hverfis og að aðrir hlutar skólalóðar verði fullfrágengnir 2019.
Samþykkt er með með 3 atkvæðum bæjarráðs að heimila Umhverfissviði að ganga til samninga við Stéttafélagið ehf. um áfangaskiptan frágang lóðar Helgafellsskóla í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021201705191
Tllaga að viðauka við fjárhagsáætlun ársins.
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018 samþykktur með 3 atkvæðum. Samantekin áhrif viðaukans eru þau að tekjur hækka um kr. 119.318.072, útgjöld hækka um kr. 120.318.072, fjárfestingar hækka um kr. 75.000.000 sem fjármagnað er með lækkun handbærs fjár kr. 76.000.000.
3. Þverholt 21-23 og 25-27 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu201804104
Ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Þverholt 21-23 og 25-27
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til meðferðar og úrlausnar bæjarstjóra.
4. Ósk um endurgreiðslu ofgreiddra gatnagerðargjalda201804219
Ósk um endurgreiðslu ofgreiddra gatnagerðargjalda varðandi Engjaveg 22
Samþykkt með 3 atkvæðum að leita umsagnar lögmanns Mosfellsbæjar um erindið.
5. Nordjobb 2018 - sumarstörf201803200
Tillaga um að Mosfellsbær ráði tvo starfsmenn frá Nordjobb sem flokkastjóra við Vinnuskólann sumarið 2018.
Samþykkt með 3 atkvæðum að Mosfellsbær ráði tvo starfsmenn frá Nordjobb sem flokkastjóra við Vinnuskólann sumarið 2018.
6. Beiðni um endurgreiðslu ofgreiddra gjalda eldri en 4 ára201804218
Erindi um endurgreiðslu ofgreiddra fráveitugjalda eldri en 4 ára.
Samþykkt með 3 atkvæðum að óska eftir umsögn lögmanns Mosfellsbæjar um erindið.
7. Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.) - beiðni um umsögn201804264
Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.)- beiðni um umsögn fyrir 4. maí
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórra Umhverfissviðs að semja umsögn um frumvarpið.
8. Frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun - beiðni um umsögn201804261
Frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta) - beiðni um umsögn fyrir 4. maí
9. Frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða - beiðni um umsögn201804263
Frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða - beiðni um umsögn fyrir 4. maí
10. Frumvarp til breytinga á lögum um heilbrigðisþjónustu201803131
Frumvarp til umsagnar um heilbrigðisþjónustu - beiðni um umsögn fyrir 3. apríl
Samþykkt með 3 atkvæðum að senda umsögn í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
11. Frumvarp um Þjóðskrá Íslands- beiðni um umsögn201803197
Frumvarp um Þjóðskrá Íslands - beiðni um umsögn fyrir 3. apríl
Samþykkt með 3 atkvæðum að senda umsögn í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
12. Tillaga til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018-2029 - beiðni um umsögn201804262
Tillaga til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018-2029 - beiðni um umsögn fyrir 4. maí
- FylgiskjalÞingsályktun um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.pdfFylgiskjalTillaga til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018-2029 - beiðni um umsögn fyrir 4. maí.pdf