Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. október 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
 • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
 • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði

Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Þver­holt 21-23 og 25-27 - um­sókn um deili­skipu­lags­breyt­ingu201804104

  Umsókn um deiliskipulagsbreytingu við Þverholt 21-23 og 25-27.

  Full­trúi M lista legg­ur fram eft­ir­far­andi til­lögu að bók­un:
  Til­laga meiri­hluta bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar verði vísað til skipu­lags­nefnd­ar.

  Greingar­gerð:
  Um er að ræða meiri hátt­ar fram­kvæmd­ir og breyt­ing­ar á gerð­um samn­ing­um. Gerð­ir samn­ing­ar skulu standa. Vegna vönt­un­ar á leigu­hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verð­ur að tryggja að samn­ings­að­il­ar sýni ábyrgð gagn­vart sam­fé­lagi sínu, Að aflétta kvöð­um eða leggja til áform um að færa slík­ar kvað­ir á lak­ari lóð­ir sýn­ir þeim fyr­ir­litn­ingu er gera vænt­ing­ar um að bæði bær­inn standi við sín fyr­ir­heit. Ekki er séð að af­greiðsla þessi, án at­beina og um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar, nái þeim fé­lags­leg­um og skipu­lags­leg­um áform­um fram sem lagt var upp með í upp­hafi. Mik­il­vægt er að drög að samn­ing­um, kvöð­um og öðr­um þátt­um, sbr. rann­sókn­um af leigu­mark­aði, liggi fyr­ir áður en svo við­ar­mik­ill við­snún­ing­ur verð­ur á þess­um áform­um Mos­fells­bæj­ar.

  Til­lag­an er felld með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu at­kvæði.

  Tulltúr­ar D og V lista leggja fram eft­ir­far­andi til­lögu að bók­un:

  Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu at­kvæði á 1371. fundi bæj­ar­ráðs að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs um­sjón með aflétt­ingu kvað­ar um teg­und mann­virkja, nýt­ingu og eign­ar­hald af Þver­holti 25-27 og semja og fá þing­lýst sams­kon­ar kvöð á Þver­holti 21-23 að því við bættu að fram komi í kvöð­inni að leigu­verð á hverri íbúð að Þver­holti 21-23 verði sam­bæri­legt við leigu­verð hjá Fé­lags­stofn­un stúd­enta eða öðr­um sam­bæri­leg­um leigu­fé­lög­um sem leigja íbúð­ir á al­menn­um mark­aði án hagn­að­ar­sjón­ar­miða á sam­bæri­legri íbúð.
  Einn­ig verð­ur kveð­ið á um í samn­ingi um tíma­mörk hvenær leigu­íbúð­ir verða til­bún­ar til af­hend­ing­ar. Aflétt­ing á kvöð á Þver­holti 25-27 verð­ur ekki fram­kvæmd nema að samn­ing­ar ná­ist umskilyði á nýrri kvöð á Þver­holti 21-23.

  Beiðni um breytt deili­skipu­lag (m.a. varð­andi fjölda íbúða og breytta nýt­ingu) að Þver­holti 21-23 er vísað til um­fjöll­un­ar og úr­vinnslu skipu­lags­nefnd­ar.

  Til­lag­an er sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu at­kvæði.

  • 2. Heim­ili í sveit fyr­ir ungt fólk í fjöl­þætt­um vanda201806285

   Ásgarður - handverkstæði hefur unnið að því að koma á fót heimili fyrir ungt fólk sem á við fjölþættan vanda að stríða. Fjölskyldusvið leggur til við bæjarráð að gera samning við Emblu - heimili í sveit um þróun nýs úrræðis.

   Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um á 1371. fundi bæj­ar­ráðs að fela bæj­ar­stjóra að gera og und­ir­rita samn­ing við Emblu um greiðslu stað­fest­ing­ar­gjalds fyr­ir vænt­an­lega bú­setu tveggja ein­stak­linga á Heim­ili í sveit. Sá fyr­ir­vari er gerð­ur að Embla, sem verð­ur rekstr­ar­að­ili Heim­il­is í sveit, tryggi sér fjár­magn fyr­ir rekstri

   • 3. Sam­starfs­vett­vang­ur Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar201810279

    Tillaga um stofnun samráðsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar um uppbyggingu og nýtingu íþróttamannvirkja að Varmá.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um á 1371. fundi bæj­ar­ráðs að stofn­að­ur sé form­leg­ur sam­starfs­vett­vang­ur um upp­bygg­ingu og nýt­ingu íþrótta­manna­virkja að Varmá. Skip­að verði í hóp­inn með er­ind­is­bréfi til full­trúa Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar í sam­ræmi við með­fylgj­andi drög. Að ári liðnu mun það verða met­ið hvort sam­starfs­vett­vang­ur­inn þjóni til­gangi sín­um.

    • 4. Sam­þykkt­ir nefnda Mos­fells­bæj­ar 2018-2022201809407

     Tillaga að samþykktum fyrir lýðræðis- og mannréttindanefnd og menningar- og nýsköpunarnefnd. Tillaga að breytingum á samþykktum íþrótta- og tómstundanefndar og fjölskyldunefndar vegna breytinga á verkaskiptingu nefnda og nýrra laga á málefnasviði fjölskyldunefndar.

     Fyr­ir­liggj­andi til­lög­ur að sam­þykkt­um fyr­ir lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd og menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um á 1371. fundi bæj­ar­ráðs.
     Fyr­ir­liggj­andi til­laga að breyt­ing­um á sam­þykkt­um íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar og fjöl­skyldu­nefnd­ar vegna breyt­inga á verka­skipt­ingu nefnda og nýrra laga á mál­efna­sviði fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um á 1371. fundi bæj­ar­ráðs.

     • 5. Frum­varp til laga um breyt­ingu á ýms­um lög­um til að heim­ila skrán­ingu lög­heim­il­is barna hjá báð­um for­sjár­for­eldr­um - beiðni um um­sögn201810004

      Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um á 1371. fundi bæj­ar­ráðs að bæj­ar­ráð veiti ekki um­sögn um frum­varp­ið.

      • 6. Skyld­ur sveit­ar­fé­laga sam­kvæmt jafn­rétt­is­lög­um201806087

       Ósk um upplýsingar um kynjahlutfall í fastanefndum

       Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um á 1371. fundi bæj­ar­ráðs að fela For­stöðu­mað­ur þjón­ustu og sam­skipta­deild­ar að safna við­kom­andi upp­lýs­ing­um sam­an og senda bréf­rit­ara.

       • 7. Til­laga til þings­álykt­un­ar um dag nýrra kjós­enda201810202

        Tillaga til þingsályktunar um dag nýrra kjósenda - beiðni um umsögn fyrir 5. nóv.

        Sam­þykkt þrem­ur at­kvæð­um á 1371. fundi bæj­ar­ráðs að lýsa bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar já­kvætt í garð þess­ar­ar þings­álykt­un­ar­til­lögu og vís­ar er­ind­inu jafn­framt til nýrr­ar lýð­ræð­is­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar.

       Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05