25. október 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þverholt 21-23 og 25-27 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu201804104
Umsókn um deiliskipulagsbreytingu við Þverholt 21-23 og 25-27.
Fulltrúi M lista leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Tillaga meirihluta bæjarráðs Mosfellsbæjar verði vísað til skipulagsnefndar.Greingargerð:
Um er að ræða meiri háttar framkvæmdir og breytingar á gerðum samningum. Gerðir samningar skulu standa. Vegna vöntunar á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu verður að tryggja að samningsaðilar sýni ábyrgð gagnvart samfélagi sínu, Að aflétta kvöðum eða leggja til áform um að færa slíkar kvaðir á lakari lóðir sýnir þeim fyrirlitningu er gera væntingar um að bæði bærinn standi við sín fyrirheit. Ekki er séð að afgreiðsla þessi, án atbeina og umsagnar skipulagsnefndar, nái þeim félagslegum og skipulagslegum áformum fram sem lagt var upp með í upphafi. Mikilvægt er að drög að samningum, kvöðum og öðrum þáttum, sbr. rannsóknum af leigumarkaði, liggi fyrir áður en svo viðarmikill viðsnúningur verður á þessum áformum Mosfellsbæjar.Tillagan er felld með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði.
Tulltúrar D og V lista leggja fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði á 1371. fundi bæjarráðs að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs umsjón með afléttingu kvaðar um tegund mannvirkja, nýtingu og eignarhald af Þverholti 25-27 og semja og fá þinglýst samskonar kvöð á Þverholti 21-23 að því við bættu að fram komi í kvöðinni að leiguverð á hverri íbúð að Þverholti 21-23 verði sambærilegt við leiguverð hjá Félagsstofnun stúdenta eða öðrum sambærilegum leigufélögum sem leigja íbúðir á almennum markaði án hagnaðarsjónarmiða á sambærilegri íbúð.
Einnig verður kveðið á um í samningi um tímamörk hvenær leiguíbúðir verða tilbúnar til afhendingar. Aflétting á kvöð á Þverholti 25-27 verður ekki framkvæmd nema að samningar náist umskilyði á nýrri kvöð á Þverholti 21-23.Beiðni um breytt deiliskipulag (m.a. varðandi fjölda íbúða og breytta nýtingu) að Þverholti 21-23 er vísað til umfjöllunar og úrvinnslu skipulagsnefndar.
Tillagan er samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði.
2. Heimili í sveit fyrir ungt fólk í fjölþættum vanda201806285
Ásgarður - handverkstæði hefur unnið að því að koma á fót heimili fyrir ungt fólk sem á við fjölþættan vanda að stríða. Fjölskyldusvið leggur til við bæjarráð að gera samning við Emblu - heimili í sveit um þróun nýs úrræðis.
Samþykkt með þremur atkvæðum á 1371. fundi bæjarráðs að fela bæjarstjóra að gera og undirrita samning við Emblu um greiðslu staðfestingargjalds fyrir væntanlega búsetu tveggja einstaklinga á Heimili í sveit. Sá fyrirvari er gerður að Embla, sem verður rekstraraðili Heimilis í sveit, tryggi sér fjármagn fyrir rekstri
3. Samstarfsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar201810279
Tillaga um stofnun samráðsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar um uppbyggingu og nýtingu íþróttamannvirkja að Varmá.
Samþykkt með þremur atkvæðum á 1371. fundi bæjarráðs að stofnaður sé formlegur samstarfsvettvangur um uppbyggingu og nýtingu íþróttamannavirkja að Varmá. Skipað verði í hópinn með erindisbréfi til fulltrúa Mosfellsbæjar og Aftureldingar í samræmi við meðfylgjandi drög. Að ári liðnu mun það verða metið hvort samstarfsvettvangurinn þjóni tilgangi sínum.
4. Samþykktir nefnda Mosfellsbæjar 2018-2022201809407
Tillaga að samþykktum fyrir lýðræðis- og mannréttindanefnd og menningar- og nýsköpunarnefnd. Tillaga að breytingum á samþykktum íþrótta- og tómstundanefndar og fjölskyldunefndar vegna breytinga á verkaskiptingu nefnda og nýrra laga á málefnasviði fjölskyldunefndar.
Fyrirliggjandi tillögur að samþykktum fyrir lýðræðis- og mannréttindanefnd og menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkt með þremur atkvæðum á 1371. fundi bæjarráðs.
Fyrirliggjandi tillaga að breytingum á samþykktum íþrótta- og tómstundanefndar og fjölskyldunefndar vegna breytinga á verkaskiptingu nefnda og nýrra laga á málefnasviði fjölskyldunefndar samþykkt með þremur atkvæðum á 1371. fundi bæjarráðs.5. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum - beiðni um umsögn201810004
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum á 1371. fundi bæjarráðs að bæjarráð veiti ekki umsögn um frumvarpið.
6. Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum201806087
Ósk um upplýsingar um kynjahlutfall í fastanefndum
Samþykkt með þremur atkvæðum á 1371. fundi bæjarráðs að fela Forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar að safna viðkomandi upplýsingum saman og senda bréfritara.
7. Tillaga til þingsályktunar um dag nýrra kjósenda201810202
Tillaga til þingsályktunar um dag nýrra kjósenda - beiðni um umsögn fyrir 5. nóv.
Samþykkt þremur atkvæðum á 1371. fundi bæjarráðs að lýsa bæjarráð Mosfellsbæjar jákvætt í garð þessarar þingsályktunartillögu og vísar erindinu jafnframt til nýrrar lýðræðisnefndar Mosfellsbæjar.