Mál númer 2017081506
- 30. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #748
Á 487. fundi skipulagsnefndar 31. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Lögð var fram tillaga fulltrúa L lista Vina Mosfellsbæjar: Lögð er fram tillaga um að hætta við deiliskipulagsbreytinguna og til vara að fresta henni þar til rök fyrir því að taka upp deiliskipulagið liggja fyrir. Fulltrúar M og L lista samþykkja tillöguna, fulltrúar V og D lista greiða atkvæði gegn tillögunni með þremur atkvæðum. Tillagan felld með þremur atkvæðum gegn tveimur atkvæðum." Í ljósi þess að of langur tími er liðinn frá því að athugasemdafresti við tillöguna lauk og auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins hefur ekki birst í B-deild Stjórnartíðinda þarf að auglýsa tillöguna að nýju, sbr. 42. gr. skipulagslaga.
Afgreiðsla 500. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
- 25. október 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #500
Á 487. fundi skipulagsnefndar 31. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Lögð var fram tillaga fulltrúa L lista Vina Mosfellsbæjar: Lögð er fram tillaga um að hætta við deiliskipulagsbreytinguna og til vara að fresta henni þar til rök fyrir því að taka upp deiliskipulagið liggja fyrir. Fulltrúar M og L lista samþykkja tillöguna, fulltrúar V og D lista greiða atkvæði gegn tillögunni með þremur atkvæðum. Tillagan felld með þremur atkvæðum gegn tveimur atkvæðum." Í ljósi þess að of langur tími er liðinn frá því að athugasemdafresti við tillöguna lauk og auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins hefur ekki birst í B-deild Stjórnartíðinda þarf að auglýsa tillöguna að nýju, sbr. 42. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera nýja tillögu að breytingu á deiliskipulagi torgsins í samráði við íbúa í næsta nágrenni og leggja síðan fram í nefndinni.
- 21. ágúst 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #743
Kynning á umferðarskipulagi torgs í Gerplustæti, á fundinn mættu fulltrúar Eflu verkfræðistofu.
Afgreiðsla 492. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 743. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. ágúst 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #491
Kynning á umferðarskipulagi torgs í Gerplustæti, á fundinn mættu fulltrúar Eflu verkfræðistofu.
Kynning og umræður.
- 12. júní 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #741
Á 469. fundi skipulagsnefndar 12. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að afgreiðslu og leggja fram sem fyrst á fundi nefndarinnar." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa. Frestað vegna tímaskorts á 485. fundi. Lögð fram drög að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingartíma breytingarinnar.
Afgreiðsla 487. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 741. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. maí 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #487
Á 469. fundi skipulagsnefndar 12. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að afgreiðslu og leggja fram sem fyrst á fundi nefndarinnar." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa. Frestað vegna tímaskorts á 485. fundi. Lögð fram drög að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingartíma breytingarinnar.
Lögð var fram tillaga fulltrúa L lista Vina Mosfellsbæjar: Lögð er fram tillaga um að hætta við deiliskipulagsbreytinguna og til vara að fresta henni þar til rök fyrir því að taka upp deiliskipulagið liggja fyrir. Fulltrúar M og L lista samþykkja tillöguna, fulltrúar V og D lista greiða atkvæði gegn tillögunni með þremur atkvæðum. Tillagan felld með þremur atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara innkomnum athugasemdum í samræmi við minnisblað skipulagsfulltrúa og annast gildistöku skipulagsins. Fulltrúar V og D lista lista samþykkja bókunina með þremur atkvæðum, fulltrúar M og L lista sitja hjá.
Lögð var fram bókun fulltrúa L lista: Fulltrúi L lista Vina Mosfellsbæjar þykir miður að tillaga hans um að hætta við framkomna deiliskipulagsbreytingu og til vara að fresta henni hefur verið felld. Frestun á því að afgreiða og heimila auglýsingu deiliskipulagsbreytingarinnar var til þess gerð að andrúm skapaðist til þess að leita til Arkitektastofu Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. og biðja stofuna um að útvega þau gögn sem óhjákvæmilega hljóta að hafa fylgt verkbeiðninni til þeirra síðla árs 2017 svo nefndarmenn í skipulagsnefnd gætu kynnt sér þau rök sem búa að baki þeirri tillögu að deiliskipulagsbreytingu sem nú hefur verið samþykkt og gengur út á að rýmka fyrir umferð stórra bíla framhjá Torginu við Gerplustræti.
Það verður ávallt að gera þá kröfu að á bak við allar stjórnsýsluákvarðanir, eins og þessa sem nú hefur verið tekin, liggi ávallt skýr og gagnsæ gögn sem ákvarðanir eru byggðar á.Lögð var fram bókun fulltrúa D og V lista: Fulltrúar D og V lista í skipulagsnefnd vill benda á að ekki var búið að ganga frá hönnun og útliti á torgi í Helgafelli í gildandi deilsuskipulagi fyrir torgið og því var ráðist í breytingu á deilsiskipulagi torgsins.
Markmið með breytingu deiliskipulagsins er m.a. að auka umferðaröryggi, tryggja góða aðkomu neyðarbíla, snjómosturstækja og búa til bílastæði í kringum torgið. - 29. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #740
Á 469. fundi skipulagsnefndar 12. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að afgreiðslu og leggja fram sem fyrst á fundi nefndarinnar." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Afgreiðsla 485. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 740. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. maí 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #485
Á 469. fundi skipulagsnefndar 12. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að afgreiðslu og leggja fram sem fyrst á fundi nefndarinnar." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Frestað vegna tímaskorts.
- 17. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #726
Á 463. fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 21.júlí til og með 5. september 2018. Athugasemdir bárust. Frestað á 467. fundi, frestað á 468. fundi.
Afgreiðsla 469 fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 726. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. október 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #469
Á 463. fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 21.júlí til og með 5. september 2018. Athugasemdir bárust. Frestað á 467. fundi, frestað á 468. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að afgreiðslu og leggja fram sem fyrst á fundi nefndarinnar.
- Fylgiskjalathugasemdir_samantekt_Torg_Gerplust.pdfFylgiskjalTorg í gerplustræti.pdfFylgiskjalVegna skipulagsbreytinga á torgi í Gerplustræti.pdfFylgiskjalFW: Torgið við Gerplustræti .pdfFylgiskjalTorg 2 við Gerplustræti.pdfFylgiskjaleyja við Gerplustræti.pdfFylgiskjalBreytingar á Torgi við Gerplustræti.pdfFylgiskjalSkipulagsbreytingar á torgi framan við Gerplustræti 25-27.pdfFylgiskjalTorg við Gerplustræti.pdf
- 3. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #725
Á 463. fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 21.júlí til og með 5. september 2018. Athugasemdir bárust.
Afgreiðsla 468. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 725. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. september 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #468
Á 463. fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 21.júlí til og með 5. september 2018. Athugasemdir bárust.
Frestað.
- FylgiskjalTorg við Gerplustræti.pdfFylgiskjalSkipulagsbreytinga á torgi framan við Gerplustræti 25-27.pdfFylgiskjalFW: Torgið .pdfFylgiskjalBreytingar á Torgi við Gerplustræti.pdfFylgiskjaleyja við Gerplustræti.pdfFylgiskjalTorg 2 við Gerplustræti.pdfFylgiskjalFW: Torgið við Gerplustræti .pdfFylgiskjalVegna skipulagsbreytinga á torgi í Gerplustræti.pdfFylgiskjalTorg í gerplustræti.pdfFylgiskjalathugasemdir_samantekt_Torg_Gerplust.pdf
- 22. ágúst 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #722
Borist hefur erindi frá íbúum við Gerplustræti dags. 30. júlí 2018 varðandi yfirstandandi auglýsingu á breytingu deiliskipulags á torgi í Gerplustræti.
Afgreiðsla 465. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 722. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. ágúst 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #465
Borist hefur erindi frá íbúum við Gerplustræti dags. 30. júlí 2018 varðandi yfirstandandi auglýsingu á breytingu deiliskipulags á torgi í Gerplustræti.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að boða til fundar með bréfriturum, formanni skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa.
- 12. júlí 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1360
Á 444. fundi skipulagsnefndar 15. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Lagður fram deiliskipulagsbreytingaruppdráttur.
Afgreiðsla 463. fundar Skipulagsnefndar samþykkt með 3 atkvæðum á 1360. fundi bæjarráðs.
- 6. júlí 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #463
Á 444. fundi skipulagsnefndar 15. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Lagður fram deiliskipulagsbreytingaruppdráttur.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
- 20. september 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #701
Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi vegna torgs í Gerplustræti.
Afgreiðsla 444. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 701. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. september 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #444
Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi vegna torgs í Gerplustræti.
Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.