Mál númer 202109370
- 29. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #790
Borist hefur tillaga að deiliskipulagsbreytingu frá Trípólí arkitektum, f.h. lóðarhafa Desjamýri 11 og 13, vegna tilfærslu byggingarreita innan lóðar. Hjálagðar eru undirskriftir nærliggjandi lóðarhafa.
Afgreiðsla 550. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. september 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #550
Borist hefur tillaga að deiliskipulagsbreytingu frá Trípólí arkitektum, f.h. lóðarhafa Desjamýri 11 og 13, vegna tilfærslu byggingarreita innan lóðar. Hjálagðar eru undirskriftir nærliggjandi lóðarhafa.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna það óverulega og meðfylgjandi undirskriftir svo að falla megi frá kröfum um grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, með vísan í 3. mgr. 43. og 44, gr. sömu laga um kynningarferli grenndarkynninga. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.