Mál númer 202109439
- 27. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #792
Erindi Verkís ehf., f.h. Veitna, þar sem óskað er heimildar til að leggja rafstreng í landi Selholts L204589.
Afgreiðsla 1508. fundar bæjarráðs samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. október 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1508
Erindi Verkís ehf., f.h. Veitna, þar sem óskað er heimildar til að leggja rafstreng í landi Selholts L204589.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila Veitum ohf. að setja niður rafstreng um land Selholts L204589 í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. Bæjarstjóra er falið að undirrita samkomulagið fyrir hönd Mosfellsbæjar.
- 29. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #790
Borist hefur erindi frá Verkís, f.h. Veitna ohf., dags. 17.09.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir plægingu 11 kV rafstrengs á um 3,6 km leið meðfram Hrafnhólavegi og heimreiðum.
Afgreiðsla 550. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. september 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #550
Borist hefur erindi frá Verkís, f.h. Veitna ohf., dags. 17.09.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir plægingu 11 kV rafstrengs á um 3,6 km leið meðfram Hrafnhólavegi og heimreiðum.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með fyrirvara um samþykki bæjarráðs fyrir framkvæmdum innan bæjarlands.