Mál númer 202108139
- 13. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #791
Borist hefur bréf frá Þórdísi Björk Sigurbjörnsdóttur, f.h. Iceland Resources ehf., dags. 18.09.2021, með vísan í bókun á 549. fundi nefndarinnar. Meðfylgjandi eru upplýsingar og hnit vegna rannsóknarborana eftir gulli í Þormóðsdal og samningar og leyfi frá Orkustofnun og Ríkiseignum sem Mosfellsbær leitaðist eftir. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 551. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 791. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. október 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #551
Borist hefur bréf frá Þórdísi Björk Sigurbjörnsdóttur, f.h. Iceland Resources ehf., dags. 18.09.2021, með vísan í bókun á 549. fundi nefndarinnar. Meðfylgjandi eru upplýsingar og hnit vegna rannsóknarborana eftir gulli í Þormóðsdal og samningar og leyfi frá Orkustofnun og Ríkiseignum sem Mosfellsbær leitaðist eftir. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd bendir á að rannsóknarsvæðið er mjög víðfeðmt og ljóst að flytja þarf tæki um ósnortið land. Þá er mikilvægt að framkvæmd sem þessi yrði unnin í samræmi við þær lýsingar sem Iceland Resources ehf. hefur gefið ella getur orðið varanlegt rask eða tjón á landinu.
Mosfellsbær bendir á að skv. innsendum gögnum Iceland Resources ehf. má sjá að rannsóknarboranir eru fyrirhugaðar á tveimur ólíkum landareignum. Annað landið er í þinglýstri eigu B. Pálssonar ehf. L123624 en hitt er í eigu ríkisins L123813. Mosfellsbæ hefur ekki borist staðfesting á því að Iceland Resources ehf. hafi heimild landeigenda fyrir borunum á umræddum löndum. Skipulagsnefnd óskar þess að sveitarfélaginu verði send slík staðfesting.
Skipulagsnefnd áréttar enn á ný að hvorki samkvæmt aðalskipulagi Mosfellsbæjar né öðrum samþykktum áætlunum sveitarfélagsins séu áform um frekri framkvæmdir, námuvinnslu eða jarðrask á fyrrgreindu svæði.
- FylgiskjalBréf til skipulagsnefndar MOS 18.9.2021.pdfFylgiskjalHnit af borholum rannsóknar í Þormóðsdal.pdfFylgiskjalMynd af bornum sem skal nota.pdfFylgiskjalFramsal leyfi Orkustofnunar.pdfFylgiskjalSamningur um landið - Ríkiseignir.pdfFylgiskjalFyrirspurn um framsal leyfis - Samskipti við Orkustofnun.pdfFylgiskjalRannsóknarboranir eftir gulli á landi L123813 í Þormóðsdal í Mosfellsbæ - Samskipti við Ríkiseignir.pdf
- 29. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #790
Borist hefur bréf frá Þórdísi Björk Sigurbjörnsdóttur, f.h. Iceland Resources ehf., dags. 18.09.2021, með vísan í bókun á 549. fundi nefndarinnar. Meðfylgjandi eru upplýsingar og hnit vegna rannsóknarborana eftir gulli í Þormóðsdal og samningar og leyfi frá Orkustofnun og Ríkiseignum sem Mosfellsbær leitaðist eftir.
Afgreiðsla 550. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. september 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #550
Borist hefur bréf frá Þórdísi Björk Sigurbjörnsdóttur, f.h. Iceland Resources ehf., dags. 18.09.2021, með vísan í bókun á 549. fundi nefndarinnar. Meðfylgjandi eru upplýsingar og hnit vegna rannsóknarborana eftir gulli í Þormóðsdal og samningar og leyfi frá Orkustofnun og Ríkiseignum sem Mosfellsbær leitaðist eftir.
Frestað vegna tímaskorts.
- 15. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #789
Lögð eru fram til kynningar samskipti Mosfellsbæjar og Iceland Resources ehf. vegna rannsóknarborana fyrirtækisins í Þormóðsdal.
Afgreiðsla 549. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. september 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #549
Lögð eru fram til kynningar samskipti Mosfellsbæjar og Iceland Resources ehf. vegna rannsóknarborana fyrirtækisins í Þormóðsdal.
Skipulagsnefnd gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu og röksemdarfærslu Iceland Resources ehf. í samskiptum sínum við sveitarfélagið. Samkvæmt reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 er það hlutverk leyfisveitanda að meta hvort þörf sé á slíku leyfi eða ekki, skv. 3. mgr. 4. gr. reglugerðar, þ.e. hvort framkvæmd sé meiriháttar eða óveruleg. Í 7. gr. reglugerðarinnar eru talin upp þau gögn sem skulu fylgja umsókn um framkvæmdaleyfi.
Skipulagsnefnd metur að upplýsingar þær sem fram koma í bréfi Iceland Resources ehf. til Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis, dags. 10.06.2021 (sem Mosfellsbæ barst afrit af), séu ekki þess eðlis að hægt sé að meta áhrif framkvæmda á umhverfið.
Í samræmi við yfirlitsmynd, sem barst 13.08.2021, er ljóst að um mikinn fjölda borhola er að ræða og ekki hefur því verið lýst hvernig farið verður með tæki á milli staða svo ekki verði sjáanlegt rask á landi þar sem aðgengi er ekki til staðar.
Skipulagsnefnd vill árétta að hvorki samkvæmt aðalskipulagi Mosfellsbæjar né öðrum samþykktum áætlunum eru áform um framkvæmdir á svæðinu, hvort sem um er að ræða byggingar, vegagerð eða námuvinnslu af neinu tagi.
Áréttað er að hagsmunir og ábyrgðir eiganda þess lands, sem rannsóknir beinast að, séu bundnir sömu ábyrgðum og framkvæmdaraðili gengst undir gagnvart Mosfellsbæ varðandi rannsóknir og frágang að rannsóknum loknum.
Skipulagsnefnd gerir kröfu til Iceland Resources ehf. um að samantekt á upplýsingum og gögnum sem lýsa verkinu frekar berist nefndinni sem erindi til umfjöllunar.
Ofangreint samþykkt með fjórum atkvæðum.
- Fylgiskjal10.06.2021 - Tilkynning Iceland Resources til heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.pdfFylgiskjal04.08.2021 - Starfsleyfi útgefið í Þormóðsdal.pdfFylgiskjal09.08.2021 - Ósk um beiðni um gögn - Bréf Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjal13082021 - Svar Iceland Resources vegna óskar um frekari gögn vegna rannsóknarborana í Þormóðsdal - Tölvupóstur.pdfFylgiskjal13.08.2021 - Yfirlitsmynd borhola.pdfFylgiskjal13.08.2021 - Svar Iceland Resources vegna óskar um frekari gögn vegna rannsóknarborana í Þormóðsdal - Undirritað bréf.pdfFylgiskjal19.08.2021 - Ósk um frekari upplýsingar vegna framkvæmdar - Bréf Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjal26.08.2021 - Rannsóknarboranir við Þormóðsdal dags - Bréf Iceland Resources.pdfFylgiskjal30082021 - Gámar í Þormóðsdal - Landeignarnúmer L123813.pdf