Mál númer 202109418
- 10. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #842
Lagt er til að hafin verði vinna við setningu sameiginlegra siðareglna kjörinna fulltrúa og starfsmanna.
Afgreiðsla 1607. fundar bæjarráðs samþykkt á 842. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. desember 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1607
Lagt er til að hafin verði vinna við setningu sameiginlegra siðareglna kjörinna fulltrúa og starfsmanna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að unnar verði sameiginlegar tillögur að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa og starfsmenn Mosfellsbæjar eins og nánar er lýst í fyrirliggjandi tillögu.
- 29. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #790
Tillaga um vinnu við endurskoðun siðareglna kjörinna fulltrúa í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 1504. fundar bæjarráðs samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. september 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1504
Tillaga um vinnu við endurskoðun siðareglna kjörinna fulltrúa í Mosfellsbæ.
Bókun M-lista
Það er gott að setja sér siðareglur. Í siðuðum samfélögum eru það lög í landinu sem eru hinar eiginlegu siðareglur. Það að Mosfellsbær hafi á sínum tíma þurft að setja sér siðareglur, sbr. gildandi siðareglur frá 2010, segir sögu um þörfina. Hins vegar eru engin viðurlög við siðareglum. Mikilvægt að allir bæjarfulltrúar, nefndarmenn og áheyrnarfulltrúar taki þarna þátt í mótum reglnanna enda allir kjörnir til sinna starfa fyrir Mosfellsbæ.Fyrir bæjarbúum í Mosfellsbæ mætti telja það ekki til neins að fara að endurskoða siðareglur eða búa til nýjar sé ekki farið eftir þeim sem í gildi eru. Mikilvægt er að eiga samtalið og leita leiða til endurnýjunar. Rétt væri að fá óháðann aðila til verksins og sé kjörnum fulltrúum til ráðgjafar. Umboðsvandi er vel þekktur og það er vandi sem mikilvægt er að tilgreindur sé sérstaklega sé ætlun bæjarstjórnar að setja kjörnum fulltrúum nýjar siðareglur hér í Mosfellsbæ.
***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að hefja endurskoðun á siðareglum kjörinna fulltrúa sem unnin verði í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði.