Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202109418

  • 10. janúar 2024

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #842

    Lagt er til að hafin verði vinna við setn­ingu sam­eig­in­legra siða­reglna kjör­inna full­trúa og starfs­manna.

    Af­greiðsla 1607. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 842. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 21. desember 2023

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1607

      Lagt er til að hafin verði vinna við setn­ingu sam­eig­in­legra siða­reglna kjör­inna full­trúa og starfs­manna.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að unn­ar verði sam­eig­in­leg­ar til­lög­ur að siða­regl­um fyr­ir kjörna full­trúa og starfs­menn Mos­fells­bæj­ar eins og nán­ar er lýst í fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

    • 29. september 2021

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #790

      Til­laga um vinnu við end­ur­skoð­un siða­reglna kjör­inna full­trúa í Mos­fells­bæ.

      Af­greiðsla 1504. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 790. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 23. september 2021

        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1504

        Til­laga um vinnu við end­ur­skoð­un siða­reglna kjör­inna full­trúa í Mos­fells­bæ.

        Bók­un M-lista
        Það er gott að setja sér siða­regl­ur. Í sið­uð­um sam­fé­lög­um eru það lög í land­inu sem eru hinar eig­in­legu siða­regl­ur. Það að Mos­fells­bær hafi á sín­um tíma þurft að setja sér siða­regl­ur, sbr. gild­andi siða­regl­ur frá 2010, seg­ir sögu um þörf­ina. Hins veg­ar eru eng­in við­ur­lög við siða­regl­um. Mik­il­vægt að all­ir bæj­ar­full­trú­ar, nefnd­ar­menn og áheyrn­ar­full­trú­ar taki þarna þátt í mót­um regln­anna enda all­ir kjörn­ir til sinna starfa fyr­ir Mos­fells­bæ.

        Fyr­ir bæj­ar­bú­um í Mos­fells­bæ mætti telja það ekki til neins að fara að end­ur­skoða siða­regl­ur eða búa til nýj­ar sé ekki far­ið eft­ir þeim sem í gildi eru. Mik­il­vægt er að eiga sam­tal­ið og leita leiða til end­ur­nýj­un­ar. Rétt væri að fá óháð­ann að­ila til verks­ins og sé kjörn­um full­trú­um til ráð­gjaf­ar. Um­boðsvandi er vel þekkt­ur og það er vandi sem mik­il­vægt er að til­greind­ur sé sér­stak­lega sé ætlun bæj­ar­stjórn­ar að setja kjörn­um full­trú­um nýj­ar siða­regl­ur hér í Mos­fells­bæ.

        ***

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að hefja end­ur­skoð­un á siða­regl­um kjör­inna full­trúa sem unn­in verði í sam­ræmi við til­lögu í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði.