Mál númer 202109448
- 10. nóvember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #793
Lögð eru fram til kynningar skipulagsnefndar drög að aðaluppdráttum og útlitsmyndir fjölbýlishúsanna Bjarkarholts 17 og 19, í samræmi við ákvæði deiliskipulags miðbæjarins. Gögnin eru unnin af Guðjóni Magnússyni arkitekt hjá Arkform.
Afgreiðsla 553. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. nóvember 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #553
Lögð eru fram til kynningar skipulagsnefndar drög að aðaluppdráttum og útlitsmyndir fjölbýlishúsanna Bjarkarholts 17 og 19, í samræmi við ákvæði deiliskipulags miðbæjarins. Gögnin eru unnin af Guðjóni Magnússyni arkitekt hjá Arkform.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við hugmyndir hönnuðar.
- 29. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #790
Borist hefur tillaga frá Guðjóni Magnússyni, f.h. framkvæmdafélagsins Arnarhvolls, vegna uppbyggingar á fjölbýli að Bjarkarholti 11-19. Óskað er eftir breytingu á byggingarmassa og fjölgun íbúða.
Afgreiðsla 550. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista greiddi atkvæði gegn samþykkt.
- 24. september 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #550
Borist hefur tillaga frá Guðjóni Magnússyni, f.h. framkvæmdafélagsins Arnarhvolls, vegna uppbyggingar á fjölbýli að Bjarkarholti 11-19. Óskað er eftir breytingu á byggingarmassa og fjölgun íbúða.
Skipulagsnefnd samþykkir uppskiptingu byggingarmassa og fækkun staðfanga. Skipulagsnefnd heimilar fjölgun íbúða um fjórar, fjölgun bílastæða um sex og stækkun grænna svæða á lóð og samþykkir að málið skuli meðhöndlað sem óverulegt frávik.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, fulltrúi M-Lista greiðir atkvæði gegn tillögunni.Bókun Sveins Óskars Sigurðssonar fulltrúa M-lista, Miðflokks:
Nú þegar er mikil og þétt byggð við Bjarkarholt. Fjölgun íbúða mun hafa slæm áhrif á nærumhverfið og auka á þau vandræði varðandi aðkomu og bílastæði. Nú þegar stefnir í óefni. Af þeim sökum leggst fulltrúi Miðflokksins gegn þessum áformum eins og þau eru lögð upp hér á þessum fundi.