Mál númer 202109325
- 12. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #796
Samningur um skilavegi milli Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar lagður fram til samþykkis.
Afgreiðsla 1517. fundar bæjarráðs samþykkt á 796. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #796
Lagt fram svarbréf Vegagerðar vegna skila Hafravatnsvegar ásamt drögum að svarbréfi Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1516. fundar bæjarráðs samþykkt á 796. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. desember 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1516
Lagt fram svarbréf Vegagerðar vegna skila Hafravatnsvegar ásamt drögum að svarbréfi Mosfellsbæjar.
Svarbréf Vegagerðarinnar vegna skilavega lagt fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að senda Vegagerðinni svarbréf í samræmi við fyrirliggjandi drög.
Bókun bæjarráðs:
Bæjarráð mótmælir afstöðu Vegagerðarinnar um skilavegi sem fram kemur í bréfi Vegagerðarinnar frá 6. desember 2021. Afstöðu Mosfellsbæjar er lýst í svarbréfi Mosfellsbæjar.Bæjarráð mótmælir einhliða ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Vegagerðarinnar að hætta að þjónusta skilavegi frá og með 1. janúar 2022 án þess að fyrir liggi samkomulag milli aðila um afhendingu veganna, greiðslu kostnaðar við að koma þeim í viðunandi horf og ákvörðun um rekstrarfé. Minnt er á bókun fjárlaganefndar Alþingis við afgreiðslu fjárlaga en þar kemur fram að samkomulag þurfi að nást um þrjú atriði: 1) hvaða vegir falla undir samkomulagið, 2) ástand veganna þegar umráðaskipti eiga sér stað og 3) hvaða aðili sér um veghald veganna. Meirihluti fjárlaganefndar beinir því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að leysa úr þessum málum svo að vegir sem falla undir það að vera skilavegir verði þjónustaðir frá og með 1. janúar nk.
Bæjarráð Mosfellsbæjar tekur undir það sjónarmið að vegfarendur eigi ekki að gjalda þess að vegir séu ekki mokaðir eða hirtir vegna einhliða ákvarðana ríkisvaldsins um að hætta allri þjónustu frá 1. janúar 2022. - 10. nóvember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #793
Drög að erindi til Vegagerðarinnar.
Afgreiðsla 1510. fundar bæjarráðs samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. nóvember 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1510
Drög að erindi til Vegagerðarinnar.
Bæjarráað leggur áherslu á að samfara mögulegum skilum á Kóngsvegi/Reykjavegi (Hafravavegi) til Mosfellsbæjar þá verði sett á vegaáætlun ný tengin mill Reykjavíkur, Mosfellsbæjar og Kópavogs, samkvæmt aðalskipulagi Mosfellsbæjar, sem hluti af fyrirhuguðum ofanbyggðarvegum höfuðborgarsvæðisins. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að rita Vegagerðinni bréf þess efnis.
- 29. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #790
Í bréfinu er farið fram á að Mosfellsbær tilnefni tengilið til að taka þátt í viðræðum og undirbúningi að því að Mosfellsbær taki yfir veghald á Hafravatnsvegi, vegi nr. 431-01, að uppfylltum skilyrðum varðandi viðhaldsástand.
Afgreiðsla 1504. fundar bæjarráðs samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. september 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1504
Í bréfinu er farið fram á að Mosfellsbær tilnefni tengilið til að taka þátt í viðræðum og undirbúningi að því að Mosfellsbær taki yfir veghald á Hafravatnsvegi, vegi nr. 431-01, að uppfylltum skilyrðum varðandi viðhaldsástand.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að tilnefna Jóhönnu B. Hansen, framkvæmdastjóra umhverfissviðs, sem tengilið Mosfellbæjar vegna verkefnisins. Jafnframt er bæjarstjóra falið að fylgja eftir kröfu gagnvart ríkinu um fjármögnun vegna framtíðarrekstrar við veghaldið.