Mál númer 201810370
- 29. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #790
Óskað er heimildar bæjarráðs Mosfellsbæjar til þess að undirrita meðfylgjandi samstarfssamning við Vegagerðina vegna 2. áfanga samgöngustígs í Ævintýragarði.
Afgreiðsla 1503. fundar bæjarráðs samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. september 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1503
Óskað er heimildar bæjarráðs Mosfellsbæjar til þess að undirrita meðfylgjandi samstarfssamning við Vegagerðina vegna 2. áfanga samgöngustígs í Ævintýragarði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita meðfylgjandi samstarfssamning við Vegagerðina um 2. áfanga samgöngustígs í samræmi við fyrirliggjandi samningsdrög.
- 11. nóvember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #771
Óskað er eftir að umhverfissviði verði heimilað að ganga til samningaviðræðna við tilgreinda lægstbjóðendur og að umhverfissviði sé veitt heimild til að undirrita samning við þann bjóðanda sem lægst hefur boðið og uppfyllir hæfniskröfur útboðsgagna í samræmi við meðfylgjandi minnisblöð umhverfissviðs og verkfræðistofunnar Mannvits.
Afgreiðsla 1464. fundar bæjarráðs samþykkt á 771. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. nóvember 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1464
Óskað er eftir að umhverfissviði verði heimilað að ganga til samningaviðræðna við tilgreinda lægstbjóðendur og að umhverfissviði sé veitt heimild til að undirrita samning við þann bjóðanda sem lægst hefur boðið og uppfyllir hæfniskröfur útboðsgagna í samræmi við meðfylgjandi minnisblöð umhverfissviðs og verkfræðistofunnar Mannvits.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að semja við lægstbjóðanda að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt. Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
- 16. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #767
Óskað er heimildar bæjarráðs Mosfellsbæjar til þess að undirrita meðfylgjandi samstarfssamning við Vegagerðina og bjóða út framkvæmdir. Um er að ræða fyrsta áfanga samgöngustígs í Ævintýragarð ásamt endurnýjunar lagna að Varmárræsi í samræmi við fráveituáætlun Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1457. fundar bæjarráðs samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. september 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1457
Óskað er heimildar bæjarráðs Mosfellsbæjar til þess að undirrita meðfylgjandi samstarfssamning við Vegagerðina og bjóða út framkvæmdir. Um er að ræða fyrsta áfanga samgöngustígs í Ævintýragarð ásamt endurnýjunar lagna að Varmárræsi í samræmi við fráveituáætlun Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita meðfylgjandi samstarfssamning við Vegagerðina og umhverfissviði falið að bjóða út framkvæmdina í heild.
- 13. maí 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #761
Lög er fram ósk um framkvæmdaleyfi í samræmi við tillögu að hönnun um legu stofnstígs í gegnum Ævintýragarð með tengingum við Leirvogstungu og Háholt með þverun hverfisverndarsvæða við Köldukvísl og Varmá.
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. maí 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #761
Lögð fram til kynningar tillaga að hönnun og legu stofnstígs í gegnum Ævintýragarð með tengingum við Leirvogstungu og Háholt með þverun hverfisverndarsvæða við Köldukvísl og Varmá.
Afgreiðsla 208. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. maí 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #514
Lög er fram ósk um framkvæmdaleyfi í samræmi við tillögu að hönnun um legu stofnstígs í gegnum Ævintýragarð með tengingum við Leirvogstungu og Háholt með þverun hverfisverndarsvæða við Köldukvísl og Varmá.
Skipulagsnefnd er samþykk útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir uppbyggingu stíga á svæðinu á grunni aðalskipulags skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Uppbygging er í samræmi við skipulagsáætlanir og hugmyndir hönnuða Ævintýragarðsins. Skipulagsnefnd leggur áherslu á áframhaldandi vinnu við hönnun garðsins.
- 30. apríl 2020
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #208
Lögð fram til kynningar tillaga að hönnun og legu stofnstígs í gegnum Ævintýragarð með tengingum við Leirvogstungu og Háholt með þverun hverfisverndarsvæða við Köldukvísl og Varmá.
Umhverfisnefnd fagnar gerð samgöngustígs í gegnum Ævintýragarð í Ullarnesbrekkum með breikkun stígs og gerð nýrra göngubrúa og gerir ekki athugasemdir við legu hans.