Mál númer 202409278
- 23. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #859
Tillaga vegna uppbyggingu á búsetukjarna fyrir fatlað fólk lögð fyrir velferðarnefnd til umræðu.
Afgreiðsla 22. fundar velferðarnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #859
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga Sigurbjargar Fjölnisdóttur, sviðsstjóri velferðarsviðs, um undirbúning nýs búsetukjarna fyrir fatlað fólk sem bæjarráð Mosfellsbæjar vísaði á 1642. fundi sínum til skipulagsnefndar. Í samræmi við afgreiðslu felur bæjarráð nefndinni að undirbúa skipulagsvinnu og staðarvalsgreiningar vegna nýs búsetukjarna sem verði á bilinu 470-550 m2 með íbúðum fyrir sex til sjö íbúa auk starfsmannaaðstöðu.
Afgreiðsla 618. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #859
Tillaga vegna uppbyggingar á búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk lögð fyrir bæjarráð til formlegrar meðferðar. Máli vísað frá velferðarnefnd.
Afgreiðsla 1642. fundar bæjarráðs samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. október 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #618
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga Sigurbjargar Fjölnisdóttur, sviðsstjóri velferðarsviðs, um undirbúning nýs búsetukjarna fyrir fatlað fólk sem bæjarráð Mosfellsbæjar vísaði á 1642. fundi sínum til skipulagsnefndar. Í samræmi við afgreiðslu felur bæjarráð nefndinni að undirbúa skipulagsvinnu og staðarvalsgreiningar vegna nýs búsetukjarna sem verði á bilinu 470-550 m2 með íbúðum fyrir sex til sjö íbúa auk starfsmannaaðstöðu.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa og umhverfissviði, í samráði við velferðarsvið, gerð staðarvalsgreiningar sem leggja skal fyrir nefndina.
- 10. október 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1642
Tillaga vegna uppbyggingar á búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk lögð fyrir bæjarráð til formlegrar meðferðar. Máli vísað frá velferðarnefnd.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um undirbúning byggingar nýs búsetukjarna fyrir fatlað fólk og vísar vinnu við skipulag og staðarval til skipulagsnefndar.
- 9. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #858
Tillaga vegna uppbyggingu á búsetukjarna fyrir fatlað fólk lögð fyrir velferðarnefnd til umræðu.
Afgreiðsla 22. fundar velferðarnefndar samþykkt á 858. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. september 2024
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #22
Tillaga vegna uppbyggingu á búsetukjarna fyrir fatlað fólk lögð fyrir velferðarnefnd til umræðu.
Velferðarnefnd samþykkir að vísa meðfylgjandi tillögu til bæjarráðs til formlegrar meðferðar.