Mál númer 202408423
- 28. mars 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #628
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir aðal- og deiliskipulagsbreyting að Efstalandi 1, til samræmis við afgreiðslu á 622. og 625. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda skipulagslýsingu deiliskipulags í samræmi við 30. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 19. febrúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #866
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir aðal- og deiliskipulagsbreyting að Efstalandi 1, til samræmis við afgreiðslu á 622. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 625. fundar skipulagsnefndar staðfest á 866. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. febrúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #625
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir aðal- og deiliskipulagsbreyting að Efstalandi 1, til samræmis við afgreiðslu á 622. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls.
- 8. janúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #863
Lögð eru fram til kynningar frekari hönnunargögn Former Arkitekta, vegna hugmynda að breyttu aðal- og deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustulóð að Efstalandi 1 í Helgafellshverfi, í samræmi við afgreiðslu á 618. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 622. fundar skipulagsnefndar staðfest á 863. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. desember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #622
Lögð eru fram til kynningar frekari hönnunargögn Former Arkitekta, vegna hugmynda að breyttu aðal- og deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustulóð að Efstalandi 1 í Helgafellshverfi, í samræmi við afgreiðslu á 618. fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls með hönnuðum.
- 23. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #859
Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa um erindi E Einn ehf., vegna óskar um aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir verslunar- og þjónustulóð að Efstalandi 1 í Helgafellshverfi, í samræmi við afgreiðslu á 615. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 618. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. október 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #618
Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa um erindi E Einn ehf., vegna óskar um aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir verslunar- og þjónustulóð að Efstalandi 1 í Helgafellshverfi, í samræmi við afgreiðslu á 615. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela umhverfissviði og skipulagsfulltrúa áframhaldandi úrvinnslu erindis í samvinnu við málsaðila.
- 11. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #856
Borist hefur erindi frá Einari Sigurjónssyni, f.h. E Einn ehf., dags. 27.08.2024 með ósk um aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir verslunar- og þjónustulóð að Efstalandi 1 í Helgafellshverfi. Tillaga gerir ráð fyrir því að bæta við íbúðum innan svæðisins og auka byggingarmagn. Hjálögð er staðfesting og samþykki lóðarhafa vegna erindis.
Afgreiðsla 615. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 856. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. september 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #615
Borist hefur erindi frá Einari Sigurjónssyni, f.h. E Einn ehf., dags. 27.08.2024 með ósk um aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir verslunar- og þjónustulóð að Efstalandi 1 í Helgafellshverfi. Tillaga gerir ráð fyrir því að bæta við íbúðum innan svæðisins og auka byggingarmagn. Hjálögð er staðfesting og samþykki lóðarhafa vegna erindis.
Lagt fram og kynnt. Í samræmi við umræður samþykkir skipulagsnefnd með fjórum atkvæðum að vísa erindinu til frekari skoðunar og rýni á umhverfissviði.