Mál númer 202408423
- 7. maí 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #630
Skipulagsnefnd samþykkti á 628. fundi sínum kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda skipulagslýsingu deiliskipulags í samræmi við 30. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið breytingarinnar er að stuðla að betri nýtingu lóðarinnar við Efstaland 1 með því að skapa rými fyrir fjölbreytta nærþjónustu við íbúa hverfisins og íbúðir. Breytingin felur fyrst og fremst í sér uppfærslu aðal- og deiliskipulags þar sem breyting verður gerð á byggingarreit og hús hækkað úr 8,5 m í mesta hæð 10 m. Heimilt verður að hafa húsið á þremur hæðum, með 20 íbúðum og auknu nýtingarhlutfalli. Tillagan var kynnt og gerð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, www.mos.is, í Skipulagsgáttinni, í Mosfellingi og með kynningarbréfi til þinglýstra eigenda aðliggjandi fasteigna. Umsagnafrestur var frá 02.04.2025 til og með 24.04.2025. Umsagnir bárust frá Mílu, dags. 03.04.2025, Gústav Alex Gústavssyni, dags. 10.04.2025, Diljá Dagbjartsdóttur, dags. 10.04.2025, Skipulagsstofnun, dags. 11.04.2025, Birni Snæ Guðbrandssyni, dags. 14.04.2025, Elvari Þór Karlssyni, dags. 14.04.2025, Adam Norðfjörð Viðarssyni, dags. 14.04.2025, Ingibjörgu Kristínu Valsdóttur, dags. 16.04.2025, Friðgeiri Rúnarssyni, dags. 17.04.2025, Sveini Þór Stefánssyni, dags. 18.04.2025, Eyþóri Skúla Jóhannessyni. dags. 20.04.2025, Andrési Péturssyni, dags. 21.04.2025, Örnu Þrándardóttur, dags. 22.04.2025, Gretu Salóme Stefánsdóttur, dags. 22.04.2025, Eyþóri Skúla Jóhannessyni, dags. 22.04.2025, Val Þórsteinssyni, dags. 22.04.2025, Björgólfi Th. Stefánssyni, dags. 22.04.2025, Pétri Kjartani Kristinssyni, dags. 22.04.2025, Öglu Björk Roberts Róbertsdóttur, dags. 22.04.2025, Söndru Margréti Björgvinsdóttur, dags. 22.04.2025, Maríu Finnsdóttur, dags. 22.04.2025, Rafni Jónssyni, dags. 22.04.2025, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 23.04.2025, Veitum ohf., dags. 23.04.2025, Valtý Erni Árnasyni, dags. 23.04.2025, Ólöfu Dröfn Eggertsdóttur, dags. 23.04.2025, Sigurbirni Rúnari Sigurbjörnssyni, dags. 23.04.2025, Hlyn Má Ólafssyni, dags. 23.04.2025, Ívari Erni Þrastarsyni, dags. 23.04.2025, Þresti Frey Hafdísarsyni, dags. 23.04.2025, Heilbrigðiseftirlitið HEF, dags. 24.04.2025.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa og umhverfissviði að flokka og greina innsendar athugasemdir og umsagnir.
- 2. apríl 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #869
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir aðal- og deiliskipulagsbreyting að Efstalandi 1, til samræmis við afgreiðslu á 622. og 625. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 628. fundar skipulagsnefndar staðfest á 869. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 28. mars 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #628
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir aðal- og deiliskipulagsbreyting að Efstalandi 1, til samræmis við afgreiðslu á 622. og 625. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda skipulagslýsingu deiliskipulags í samræmi við 30. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 19. febrúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #866
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir aðal- og deiliskipulagsbreyting að Efstalandi 1, til samræmis við afgreiðslu á 622. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 625. fundar skipulagsnefndar staðfest á 866. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. febrúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #625
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir aðal- og deiliskipulagsbreyting að Efstalandi 1, til samræmis við afgreiðslu á 622. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls.
- 8. janúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #863
Lögð eru fram til kynningar frekari hönnunargögn Former Arkitekta, vegna hugmynda að breyttu aðal- og deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustulóð að Efstalandi 1 í Helgafellshverfi, í samræmi við afgreiðslu á 618. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 622. fundar skipulagsnefndar staðfest á 863. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. desember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #622
Lögð eru fram til kynningar frekari hönnunargögn Former Arkitekta, vegna hugmynda að breyttu aðal- og deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustulóð að Efstalandi 1 í Helgafellshverfi, í samræmi við afgreiðslu á 618. fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls með hönnuðum.
- 23. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #859
Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa um erindi E Einn ehf., vegna óskar um aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir verslunar- og þjónustulóð að Efstalandi 1 í Helgafellshverfi, í samræmi við afgreiðslu á 615. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 618. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. október 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #618
Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa um erindi E Einn ehf., vegna óskar um aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir verslunar- og þjónustulóð að Efstalandi 1 í Helgafellshverfi, í samræmi við afgreiðslu á 615. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela umhverfissviði og skipulagsfulltrúa áframhaldandi úrvinnslu erindis í samvinnu við málsaðila.
- 11. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #856
Borist hefur erindi frá Einari Sigurjónssyni, f.h. E Einn ehf., dags. 27.08.2024 með ósk um aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir verslunar- og þjónustulóð að Efstalandi 1 í Helgafellshverfi. Tillaga gerir ráð fyrir því að bæta við íbúðum innan svæðisins og auka byggingarmagn. Hjálögð er staðfesting og samþykki lóðarhafa vegna erindis.
Afgreiðsla 615. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 856. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. september 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #615
Borist hefur erindi frá Einari Sigurjónssyni, f.h. E Einn ehf., dags. 27.08.2024 með ósk um aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir verslunar- og þjónustulóð að Efstalandi 1 í Helgafellshverfi. Tillaga gerir ráð fyrir því að bæta við íbúðum innan svæðisins og auka byggingarmagn. Hjálögð er staðfesting og samþykki lóðarhafa vegna erindis.
Lagt fram og kynnt. Í samræmi við umræður samþykkir skipulagsnefnd með fjórum atkvæðum að vísa erindinu til frekari skoðunar og rýni á umhverfissviði.