Mál númer 202410207
- 25. mars 2025
Menningar- og lýðræðisnefnd #27
Krakka Mosó 2025. Upplýst um stöðu verkefnis.
Kl. 16:35 tók Anna Sigríður Guðnadóttir sæti á fundinum.Sviðsstjóri Menningar- íþrótta og lýðheilsusviðs upplýsti um tímalínu og stöðu einstakra verkþátta og tímasetningar þeirra í verkefninu Krakka Mosó 2025.
- 5. mars 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #867
Minnisblað um stöðu einstakra verkþátta og mögulegar tímasetningar þeirra í verkefninu Krakka Mosó 2025.
Afgreiðsla 26. fundar menningar- og lýðræðisnefndar staðfest á 867. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. febrúar 2025
Menningar- og lýðræðisnefnd #26
Minnisblað um stöðu einstakra verkþátta og mögulegar tímasetningar þeirra í verkefninu Krakka Mosó 2025.
Nefndin þakkar Arnari Jónssyni sviðsstjóra menningar- íþrótta- og lýðheilsusviðs fyrir kynningu á stöðu verkefnisins Krakka Mosó.
- 5. febrúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #865
Lagt fram minnisblað um undirbúningshóp vegna lýðræðisverkefnisins Okkar Mosó 2025.
Afgreiðsla 25. fundar menningar- og lýðræðisnefndar staðfest á 865. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. janúar 2025
Menningar- og lýðræðisnefnd #25
Lagt fram minnisblað um undirbúningshóp vegna lýðræðisverkefnisins Okkar Mosó 2025.
Forstöðumaður bókasafns og menningarmála upplýsti um undirbúning vegna lýðræðisverkefnisins Okkar Mosó á árinu 2025.
- 23. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #859
Tillaga til menningar- og lýðræðisnefndar um framkvæmd lýðræðisverkefnisins Okkar Mosó á árinu 2025.
Afgreiðsla 22. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. október 2024
Menningar- og lýðræðisnefnd #22
Tillaga til menningar- og lýðræðisnefndar um framkvæmd lýðræðisverkefnisins Okkar Mosó á árinu 2025.
Lögð fram svohljóðandi tillaga B, S og C lista:
Lagt er til að á árinu 2025 verði lögð áhersla á þátttöku barna í verkefninu Okkar Mosó. Starfsmönnum Menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs verði falið að vinna að útfærslu verkefnisins í samstarfi við fræðslu- og frístundasvið og umhverfissvið.
Með tillögunni fylgdi greinargerð.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir samhljóða framkomna tillögu um Okkar Mosó árið 2025