Mál númer 202402041
- 11. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #856
Kynning á þróunarverkefninu áfangastaðurinn Álafosskvos sem unnið er í samvinnu við Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Afgreiðsla 1637. fundar bæjarráðs samþykkt á 856. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 11. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #856
Inga Hlín Pálsdóttir og María Hjálmarsdóttur frá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins kynna niðurstöður verkefnisins.
Afgreiðsla 16. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 856. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 5. september 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1637
Kynning á þróunarverkefninu áfangastaðurinn Álafosskvos sem unnið er í samvinnu við Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og María Hjálmarsdóttir verkefnastjóri kynntu þróunarverkefnið áfangastaðurinn Álafosskvos.
Bæjarráð þakkar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins fyrir ítarlega og metnaðarfulla greiningu á áfangastaðnum Álafosskvos í bæjarráði. Kynning á vekefninu hefur farið fram í atvinnu- og nýsköpunarnefnd en niðurstaða nefndarinnar var að fela stjórnsýslunni að boða til opins fundar með hagaðilum og íbúum þar sem niðurstöður verða kynntar.
- 3. september 2024
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #16
Inga Hlín Pálsdóttir og María Hjálmarsdóttur frá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins kynna niðurstöður verkefnisins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins fyrir ítarlega og metnaðarfulla greiningu á áfangastaðnum Álafosskvos. Niðurstaðan sýnir að Álafosskvosin hefur mikla möguleika á að verða spennandi áfangastaður fyrir ferðafólk. Þessi greining mun nýtast Mosfellsbæ og hagaðilum til að vinna áfram að því að efla og styrkja Álafosskvosina. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir að fela stjórnsýslunni að boða til opins fundar með hagaðilum og íbúum þar sem þessar niðurstöður verða kynntar.
- 21. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #845
Inga Hlín Pálsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuborgarsvæðisins kynna þróunarverkefni um áfangastaðinn Álafosskvos. Tillaga ásamt greinargerð lögð fram um þátttöku Mosfellsbæjar í þróunarverkefni um áfangastaðinn Álafosskvos í samvinnu við Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Afgreiðsla 11. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 845. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. febrúar 2024
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #11
Inga Hlín Pálsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuborgarsvæðisins kynna þróunarverkefni um áfangastaðinn Álafosskvos. Tillaga ásamt greinargerð lögð fram um þátttöku Mosfellsbæjar í þróunarverkefni um áfangastaðinn Álafosskvos í samvinnu við Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir með 5 atkvæðum tillögu um þróunarverkefni fyrir Álafosskvos. Nefndin þakkar Ingu Hlín Pálsdóttur framkvæmdastjóra Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins fyrir kynninguna. Nefndin lýsir yfir ánægju með frumkvæði Markaðsstofunnar að fara í þróunarverkefni á Álfosskvos sem áfangastað fyrir ferðamenn. Verkefnið fellur vel að atvinnu- og nýsköpunarstefnu Mosfellsbæjar auk áherslna Mosfellsbæjar í Áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins. Nefndin telur mikil tækifæri liggja í eflingu Álafosskvosar sem áfangastað fyrir ferðmenn auk þess sem öll uppbygging mun nýtast íbúum.