Mál númer 202203387
- 27. september 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #835
Lögð eru fram að nýju uppfærð gögn, unnin af Klöpp arkitektar-verkfræðingar, dags. ágúst 2023, um uppskiptingu lands að Ökrum og Reykjahvoli í samræmi við afgreiðslu á 592. fundi nefndarinnar. Athugasemd var gerð við uppskiptingu landa og lóða sem samræmdust ekki deiliskipulagi eða uppbyggingaráformum.
Afgreiðsla 596. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
- 22. september 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #596
Lögð eru fram að nýju uppfærð gögn, unnin af Klöpp arkitektar-verkfræðingar, dags. ágúst 2023, um uppskiptingu lands að Ökrum og Reykjahvoli í samræmi við afgreiðslu á 592. fundi nefndarinnar. Athugasemd var gerð við uppskiptingu landa og lóða sem samræmdust ekki deiliskipulagi eða uppbyggingaráformum.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að heimila uppskiptingu lands í samræmi við hnitsett gögn, skv. 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Landeigendur bera ábyrgð á að tryggja aðkomu landa í gegnum önnur einkalönd, sé þess þörf. Engar uppbyggingarheimildir fylgja nýjum löndum. Málinu er vísað til úrvinnslu á umhverfissviði og skal málsaðili greiða þann kostnað sem af verkinu hlýst.
- 21. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #831
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu endurbætt og uppfærð gögn vegna erindis landeigenda um uppskiptingu landa Akra L123613 og Reykjahvols L123756. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa.
Afgreiðsla 592. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. júní 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #592
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu endurbætt og uppfærð gögn vegna erindis landeigenda um uppskiptingu landa Akra L123613 og Reykjahvols L123756. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa.
Málinu vísað til frekar skoðunar á umhverfissviði.
Afgreitt með fimm atkvæðum. - 23. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #801
Borist hefur erindi frá Pétri Hauki Ólafssyni, f.h. landeiganda að Ökrum, dags. 11.03.2022, með ósk um skiptingu landsins í fjóra hluta.
Afgreiðsla 562. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 801. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. mars 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #562
Borist hefur erindi frá Pétri Hauki Ólafssyni, f.h. landeiganda að Ökrum, dags. 11.03.2022, með ósk um skiptingu landsins í fjóra hluta.
Skipulagsnefnd heimilar uppskiptingu lands í samræmi við hnitsett gögn, skv. 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til úrvinnslu á umhverfissviði þegar áritað samþykki allra eigenda liggur fyrir.