Mál númer 202306061
- 30. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #833
Skipulagsnefnd samþykkti á 592. fundi sínum að auglýsa og kynna deiliskipulagsbreytingu vegna fjölgunar íbúða að Huldugötu 2-8 í fjórða áfanga Helgafellshverfis. Breytingin felur í sér fjölgun íbúða í 4. áfanga Helgafellshverfis um 20 talsins. Fjöldi íbúða fer úr 198 í 218. Íbúðum í fjölbýlum Huldugötu 2-4 og 6-8 fjölgar úr 20 í 30 á hvorri lóð. Fallið er frá heimild um bílakjallara fyrir Huldugötu 6-8. Breytingar eru gerðar á lóðahönnun til þess að uppfylla bílastæðakröfur gildandi deiliskipulags. Skipulagið er framsett á uppdrætti í skalanum 1:1000 og var það auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu, Skipulagsgáttinni og á vef sveitarfélagsins, mos.is. Einnig voru send út tilkynningarbréf til nærliggjandi húseigenda. Athugasemdafrestur var frá 06.06.2023 til og með 20.08.2023. Engar athugasemdir eða umsagnir bárust.
Afgreiðsla 594. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 833. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 25. ágúst 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #594
Skipulagsnefnd samþykkti á 592. fundi sínum að auglýsa og kynna deiliskipulagsbreytingu vegna fjölgunar íbúða að Huldugötu 2-8 í fjórða áfanga Helgafellshverfis. Breytingin felur í sér fjölgun íbúða í 4. áfanga Helgafellshverfis um 20 talsins. Fjöldi íbúða fer úr 198 í 218. Íbúðum í fjölbýlum Huldugötu 2-4 og 6-8 fjölgar úr 20 í 30 á hvorri lóð. Fallið er frá heimild um bílakjallara fyrir Huldugötu 6-8. Breytingar eru gerðar á lóðahönnun til þess að uppfylla bílastæðakröfur gildandi deiliskipulags. Skipulagið er framsett á uppdrætti í skalanum 1:1000 og var það auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu, Skipulagsgáttinni og á vef sveitarfélagsins, mos.is. Einnig voru send út tilkynningarbréf til nærliggjandi húseigenda. Athugasemdafrestur var frá 06.06.2023 til og með 20.08.2023. Engar athugasemdir eða umsagnir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum deiliskipulagstillöguna. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.
- 21. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #831
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Huldugötu 2-4 og 6-8. Tillagan felur í sér að fjölga íbúðum í 4. áfanga Helgafellshverfis um 20 talsins. Fjöldi íbúða fer úr 198 í 218 og íbúðum fjölgar þannig í fjölbýlum Huldugötu 2-4 og 6-8 úr 20 í 30 á hvorri lóð. Fallið er frá heimild um bílakjallara fyrir Huldugötu 6-8. Breytingar eru gerðar á lóðahönnun til þess að uppfylla bílastæðakröfur gildandi deiliskipulags.
Afgreiðsla 592. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. júní 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #592
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Huldugötu 2-4 og 6-8. Tillagan felur í sér að fjölga íbúðum í 4. áfanga Helgafellshverfis um 20 talsins. Fjöldi íbúða fer úr 198 í 218 og íbúðum fjölgar þannig í fjölbýlum Huldugötu 2-4 og 6-8 úr 20 í 30 á hvorri lóð. Fallið er frá heimild um bílakjallara fyrir Huldugötu 6-8. Breytingar eru gerðar á lóðahönnun til þess að uppfylla bílastæðakröfur gildandi deiliskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkir að kynna og auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.