Mál númer 202306232
- 21. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #831
Tillaga að viðauka um launkjör bæjarstjóra lögð fram til samþykktar.
Regína Ásvaldsdóttir vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
***
Afgreiðsla 1584. fundar bæjarráðs samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.Bókun D lista:
Bæjarfulltrúar D lista komu ekki að ráðningu bæjarstjóra og komu því ekki heldur að ákvörðun um launakjör. Bæjarfulltrúar D lista hafa heldur ekki haft neina aðkomu að fyrirliggjandi tillögu um breytingar á ráðningarsamningi bæjarstjóra og þeim viðauka um breytingar á þeim samningi sem nú liggur fyrir á þessum fundi. Af þeim ástæðum sitjum við hjá við afgreiðslu málsins í bæjarstjórn. - 15. júní 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1584
Tillaga að viðauka um launkjör bæjarstjóra lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að viðauka við ráðningarsamning bæjarstjóra, sem felur í sér að laun bæjarstjóra hækka um 2,5% þann 1. júlí 2023 í stað hækkunar samkvæmt ákvæði ráðningarsamnings, og vísar viðaukanum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Fulltrúar D lista sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
Bókun D lista:
Bæjarráðsmenn D lista komu ekki að ráðningu bæjarstjóra og komu því ekki heldur að ákvörðun um launakjör.Bæjarráðsmenn D lista hafa heldur ekki haft neina aðkomu að fyrirliggjandi tillögu um breytingar á ráðningarsamningi bæjarstjóra og þeim viðauka um breytingar á þeim samningi sem nú liggur fyrir á þessum fundi.
Af þeim ástæðum sitjum við hjá við afgreiðslu málsins í bæjarráði.
- FylgiskjalTillaga að breytingu ráðningarsamnings bæjarstjóra.pdfFylgiskjalViðauki við ráðningarsamning bæjarstjóra v2.pdfFylgiskjalRáðningarsamningur bæjarstjóra.pdf