Mál númer 201606026
- 17. ágúst 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #676
Farið yfir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2016.
Afgreiðsla 170. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 676. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. ágúst 2016
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #170
Farið yfir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2016.
Sigurður Borgar Guðmundsson kom til fundarins undir þessum lið.Umhverfisnefnd fór í vettvangsferð til að skoða fallega garða sem tilnefndir voru til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar árið 2016.
Umhverfisnefnd hefur ákveðið að veita einum garði og þremur einstaklingum umhverfisviðurkenningar ársins 2016 og fylgja upplýsingar um verðlaunahafa með í sérstöku minnisblaði. Viðurkenningarnar verða veittar á bæjarhátíðinni Í túninu heima í lok ágúst, og þá verður upplýst um verðlaunahafa. - 22. júní 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #674
Fyrirkomulag umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 tekið til umræðu að ósk Úrsúlu Junemann
Afgreiðsla 169. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. júní 2016
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #169
Fyrirkomulag umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 tekið til umræðu að ósk Úrsúlu Junemann
Umhverfisnefnd samþykkir að breyta reglum um umhverfisviðurkenningar á þann veg að núverandi flokkaskipting verði afnumin. Þess í stað verði veittar viðurkenningar í einum opnum flokki. Innan hans rúmast m.a. íbúagötur, húsagarðar, fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir og einstaklingar. Veittar verði að hámarki 5 viðurkenningar á sérhverju ári. Umhverfisstjóra og formanni er falið að breyta verklagsreglum í samráði við nefndarmenn.