Mál númer 201604341
- 7. desember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #684
Kynnt áætlað starf listamannsins vegna útnefningar.
Afgreiðsla 202. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. nóvember 2016
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #202
Kynnt áætlað starf listamannsins vegna útnefningar.
Lagt fram.
- 25. október 2016
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #201
Kynnt áætlað starf listamannsins vegna útnefningar
Frestað.
- 17. ágúst 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #676
Kjör bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2016.
Afgreiðsla 199. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 676. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. ágúst 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #676
Kjör bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2016.
Afgreiðsla 199. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 676. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. ágúst 2016
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #199
Kjör bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2016.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að Greta Salóme Stefánsdóttir tónlistarkona verði bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2016.
Greta Salóme er fædd árið 1986 og ólst upp í Mosfellsbæ. Hún er fiðluleikari, söngkona og lagahöfundur sem hefur látið mikið að sér kveða bæði hérlendis og erlendis. Greta Salóme er með BS og MA próf í tónlist frá Listaháskóla Íslands. Hún er meðlimur í Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur tvisvar verið fulltrúi Íslands í evrópsku söngvakeppninni. Greta Salóme hefur gefið út sína eigin plötu, tekið þátt í stórum verkefnum eins og Frostrósum og einnig unnið mikið fyrir Disney í Bandaríkjunum. Greta Salóme er þekkt fyrir heilbrigðan lífstíl og er dugleg að koma Mosfellsbæ á framfæri á jákvæðan hátt þegar tækifæri gefst til.
Bókun M-lista: Íbúahreyfingin telur það ekki samræmast því siðferði sem ætlast er til af fulltrúum menningarmálanefndar á 21. öld að kjósa varafulltrúa nefndarinnar sem bæjarlistamann.
- 22. júní 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #674
Fyrri umferð kjörs á bæjarlistamanni Mosfellsbæjar 2016.
Afgreiðsla 198. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. júní 2016
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #198
Fyrri umferð kjörs á bæjarlistamanni Mosfellsbæjar 2016.
Lagðar fram tilnefningar sem bárust vegna kjörs bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2016. Fyrri umferð kosningar.
- 11. maí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #671
Lagt til að auglýst verði eftir tillögum um útnefningu bæjarlistamanns ársins 2016.
Afgreiðsla 197. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 671. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. maí 2016
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #197
Lagt til að auglýst verði eftir tillögum um útnefningu bæjarlistamanns ársins 2016.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að auglýsa eftir tilnefningum til bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2016.