Mál númer 201604063
- 22. júní 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #674
Lögð fram til kynningar lokaskýrsla starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun í úrgangsmálum, ásamt umsögn umhverfissviðs um stefnumótunina.
Afgreiðsla 169. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. júní 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #674
Lögð fram til kynningar lokaskýrsla starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun í úrgangsmálum, ásamt umsögn umhverfissviðs um stefnumótunina.
Afgreiðsla 1262. fundar bæjarráðs samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. júní 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1262
Lögð fram til kynningar lokaskýrsla starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun í úrgangsmálum, ásamt umsögn umhverfissviðs um stefnumótunina.
Samþykkt með þremur atkvæðum að framlögð umsögn verði send Sambandi íslenskra sveitarfélaga til upplýsinga.
- 9. júní 2016
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #169
Lögð fram til kynningar lokaskýrsla starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun í úrgangsmálum, ásamt umsögn umhverfissviðs um stefnumótunina.
Lagt fram til kynningar.
- 25. maí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #672
Lögð fram til kynningar lokaskýrsla starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun í úrgangsmálum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar ítrekar ánægju sína með lokaskýrslu Sambandsins um stefnumótun í úrgangsmálum og tekur undir valkost starfshópsins nr. 1 í 2. kafla skýrslunnar þar sem segir: “Að sveitarfélög [skuli hafa] fullt og óskorað forræði á úrgangi sem til fellur innan sveitarfélags og [skuli geta] gefið fyrirmæli í samþykkt sem þau setja um úrgangsmál um meðhöndlun hans."
Íbúahreyfingin telur valkost nr. 2 þar sem kveðið er á um að ábyrgð sveitarfélaga skuli aðallega ná til “heimilisúrgangs en rekstraraðilar beri sjálfir ábyrgð" á sínum úrgangi ekki góðan kost.
Það er hagur hvers sveitarfélag að hafa fullt og óskorað forræði yfir sínum úrgangsmálum.
Úrgangur er auðlind og líklegt að nýting hennar muni að stórum hluta felast í endurnýtingu og endurvinnslu í framtíðinni, sbr. stefnu ESB um hringrásarhagkerfi og líklegt er að hafi áhrif hér.Afgreiðsla 1258. fundar bæjarráðs samþykkt á 672. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. maí 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1258
Lögð fram til kynningar lokaskýrsla starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun í úrgangsmálum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og verði umsögnin send bæjarráði og umhverfisnefnd.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar fagnar lokaskýrslu starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga en hefur efasemdir um að ábyrgðarhlutverk sveitarfélaga skuli ekki eiga að ná til úrgangs frá rekstraraðilum, einungis heimilisúrgangs. Um þetta er fjallað í 2. kafla um úrbætur á löggjöf í lokaskýrslu Sambandsins um stefnumótun í úrgangsmálum.
Vegna smæðar sinnar hafa sveitarfélög á Íslandi einstakt tækifæri til að ná til rekstaraðila og stuðla að því að þeir dragi úr úrgangsmyndun og tileinki sér vistvænni starfshætti við meðhöndlun á úrgangi. Íbúahreyfingin telur að það tækifæri þurfi að nýta enda í anda Staðardagskrár að "hugsa á heimsvísu og koma hlutunum í verk í heimabyggð."