Mál númer 201410302
- 22. júní 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #674
Kynning á hugmyndavinnu arkitekta um endurskoðun deiliskipulagsins. Á fundinn mættu Steinþór Kárason og Hannes F Sigurðsson.
Afgreiðsla 415. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. júní 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #415
Kynning á hugmyndavinnu arkitekta um endurskoðun deiliskipulagsins. Á fundinn mættu Steinþór Kárason og Hannes F Sigurðsson.
Lagt fram.
- 19. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #638
Með bréfi dags. 23.10.2014 óskar Hannes F Sigurðsson f.h. Hamla ehf eftir því að Mosfellsbær verði aðili að vinnuhópi um endurskoðun deiliskipulags IV. áfanga Helgafellshverfis og að nefndin tilnefni þrjá fulltrúa í slíkan hóp. Frestað á 376. fundi.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar$line$Fulltrúi M-lista gerir að tillögu sinni að Íbúahreyfingin fái að tilnefna fulltrúa í vinnuhóp um endurskoðun á deiliskipulagi IV. áfanga Helgafellshverfis. Í vinnuhóp skipulagsnefndar eru fulltrúar allra annarra framboða í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og því eðlileg krafa að jafnræðis sé gætt. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í skipulagsnefnd er reyndur arkitekt og hann því góður liðsauki fyrir þetta vandasama verkefni.$line$$line$Tillagan felld með átta atkvæðum gegn einu. $line$$line$Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar$line$Fulltrúi M-lista mótmælir harðlega því misrétti sem í því felst að halda fulltrúa Íbúahreyfingarinnar fyrir utan vinnuhóp um endurskoðun á deiliskipulagi 4. áfanga Helgafellslands.$line$Íbúahreyfingin er eina framboðið sem ekki á fulltrúa í nefndinni. Engin málefnalega rök eru fyrir þessu ójafnræði. $line$$line$Afgreiðsla 377. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 638. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. nóvember 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #377
Með bréfi dags. 23.10.2014 óskar Hannes F Sigurðsson f.h. Hamla ehf eftir því að Mosfellsbær verði aðili að vinnuhópi um endurskoðun deiliskipulags IV. áfanga Helgafellshverfis og að nefndin tilnefni þrjá fulltrúa í slíkan hóp. Frestað á 376. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að í vinnuhópnum verði Bryndís Haraldsdóttir, Samson B Harðarson og Bjarki Bjarnason.
- 5. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #637
Með bréfi dags. 23.10.2014 óskar Hannes F Sigurðsson f.h. Hamla ehf eftir því að Mosfellsbær verði aðili að vinnuhópi um endurskoðun deiliskipulags IV. áfanga Helgafellshverfis og að nefndin tilnefni þrjá fulltrúa í slíkan hóp.
Afgreiðsla 376. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. október 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #376
Með bréfi dags. 23.10.2014 óskar Hannes F Sigurðsson f.h. Hamla ehf eftir því að Mosfellsbær verði aðili að vinnuhópi um endurskoðun deiliskipulags IV. áfanga Helgafellshverfis og að nefndin tilnefni þrjá fulltrúa í slíkan hóp.
Frestað.