Mál númer 201208023
- 22. júní 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #674
Sigrún H. Pálsdóttir óskar eftir umræðu um villidýrasafn í Mosfellsbæ.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að bæjarstjórn Mosfellsbæjar dragi viljayfirlýsingu um stofnun villidýrasafns til baka.
Á tímum framúrskarandi kvikmyndatækni og auðveldrar dreifingar myndefnis er engin ástæða til að sýna dauð, uppstoppuð dýr í framandi umhverfi á söfnum, miklu nær að fylgjast með þeim lifandi í sínu náttúrulega umhverfi í gegnum kvikmyndir, sbr. dýralífsmyndir Sir Davids Attenboroughs.
Mikill fjöldi uppstoppaðra dýrategunda á gömlum náttúrugripasöfnum er í útrýmingarhættu. Í ljósi þess að hryggdýrategundum hefur fækkað um 52% á undanförnum 40 árum er löngu tímabært að stöðva veiðarnar og hætta stuðningi við aðila sem þær stunda. Að draga viljayfirlýsinguna til baka væri spor í rétta átt og óskar Íbúahreyfingin því eftir stuðningi bæjarstjórnar við tillöguna.Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
Afgreiðsla 1263. fundar bæjarráðs samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. júní 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1263
Sigrún H. Pálsdóttir óskar eftir umræðu um villidýrasafn í Mosfellsbæ.
Umræður um viljayfirlýsingu um villidýrasafn í Mosfellsbæ fóru fram.
- 9. ágúst 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #585
Til máls tóku: BH og HS.
Herdís Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks fylgdi úr hlaði tillögu, sem byggir á framlagðri greinargerð, um villidýrasafn Mosfellsbæjar, en tillagan gerir ráð fyrir að Mosfellsbær gangi til samstarfs við Kristján Vídalín Óskarsson skotveiðimann um stofnun villidýrasafns í Mosfellsbæ, en Kristján muni í samstarfinu leggja væntanlegu safni til fjölmargar tegundir uppstoppaðra villidýra.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.