Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201208023

  • 22. júní 2016

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #674

    Sigrún H. Páls­dótt­ir ósk­ar eft­ir um­ræðu um villi­dýra­safn í Mos­fells­bæ.

    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar dragi vilja­yf­ir­lýs­ingu um stofn­un villi­dýra­safns til baka.
    Á tím­um framúrsk­ar­andi kvik­mynda­tækni og auð­veldr­ar dreif­ing­ar mynd­efn­is er eng­in ástæða til að sýna dauð, upp­stopp­uð dýr í fram­andi um­hverfi á söfn­um, miklu nær að fylgjast með þeim lif­andi í sínu nátt­úru­lega um­hverfi í gegn­um kvik­mynd­ir, sbr. dýra­lífs­mynd­ir Sir Dav­ids Atten­boroug­hs.
    Mik­ill fjöldi upp­stopp­aðra dýra­teg­unda á göml­um nátt­úrugripa­söfn­um er í út­rým­ing­ar­hættu. Í ljósi þess að hrygg­dýra­teg­und­um hef­ur fækkað um 52% á und­an­förn­um 40 árum er löngu tíma­bært að stöðva veið­arn­ar og hætta stuðn­ingi við að­ila sem þær stunda. Að draga vilja­yf­ir­lýs­ing­una til baka væri spor í rétta átt og ósk­ar Íbúa­hreyf­ing­in því eft­ir stuðn­ingi bæj­ar­stjórn­ar við til­lög­una.

    Til­lag­an er felld með átta at­kvæð­um gegn einu at­kvæði full­trúa M-lista.

    Af­greiðsla 1263. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 674. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 16. júní 2016

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1263

      Sigrún H. Páls­dótt­ir ósk­ar eft­ir um­ræðu um villi­dýra­safn í Mos­fells­bæ.

      Um­ræð­ur um vilja­yf­ir­lýs­ingu um villi­dýra­safn í Mos­fells­bæ fóru fram.

    • 9. ágúst 2012

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #585

      Til máls tóku: BH og HS.

      Herdís Sig­ur­jóns­dótt­ir bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks fylgdi úr hlaði til­lögu, sem bygg­ir á fram­lagðri grein­ar­gerð, um villi­dýra­safn Mos­fells­bæj­ar, en til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir að Mos­fells­bær gangi til sam­starfs við Kristján Vídalín Ósk­ars­son skot­veiðimann um stofn­un villi­dýra­safns í Mos­fells­bæ, en Kristján muni í sam­starf­inu leggja vænt­an­legu safni til fjöl­marg­ar teg­und­ir upp­stopp­aðra villi­dýra.

      Til­lag­an borin upp og sam­þykkt sam­hljóða.