Mál númer 201605078
- 22. júní 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #674
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar lögmanns á 1260. fundi 26. maí sl. Umsögn lögmanns lögð fram.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar þakkar bæjarlögmanni fyrir uppfræðandi minnisblað en tekur þó ekki undir þá afstöðu að rökstuðning vanti fyrir því að Umhverfisstofnun fái heimild til að sekta rekstraraðila, nánar tiltekið sveitarfélög, sem brjóta í bága við markmið tilskipunar EES um meðhöndlun á úrgangi. Sektarákvæðinu er ætlað að tryggja að farið sé að lögum.
Ríkið ber ábyrgð á að tilskipunum sé framfylgt og því nauðsynlegt að það geti beitt þvingunarúrræðum í þessum málaflokki sem öðrum.
Tilgangur tilskipunarinnar er í grunninn að vernda vistkerfi og heilsu íbúa þeirra samfélaga sem þær ná til. Það er aðalatriði þessa máls sem nauðsynlegt er að hafa í huga þegar frumvörp til laga um úrgangsmál eru tekin fyrir á vettvangi sveitarfélaga.
Íbúahreyfingin telur löngu tímabært að sveitarfélög taki á úrgangsmálum út frá hagsmunum íbúa og tekur því undir nýtt ákvæði í frumvarpinu þess efnis að Umhverfisstofnun fái heimild til að beita stjórnvaldssektum.Afgreiðsla 1263. fundar bæjarráðs samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. júní 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1263
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar lögmanns á 1260. fundi 26. maí sl. Umsögn lögmanns lögð fram.
Lagt fram.
- 8. júní 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #673
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs lögð fram.
Afgreiðsla 1260. fundar bæjarráðs samþykkt á 673. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. maí 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1260
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar lögmanns, einkum 17. gr. frumvarpsins hvað varðar stjórnvaldssektir.
- 25. maí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #672
Óskað umsagnar um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur.
Afgreiðsla 1258. fundar bæjarráðs samþykkt á 672. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. maí 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1258
Óskað umsagnar um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfissviðs og umsögnin send umhverfisnefnd og bæjarráði.