Mál númer 202001138
- 27. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #792
Styrkþegi frá 2020, Kristín Einarsdóttir kynnir verkefnið lestrarkortsapp.
Afgreiðsla 396. fundar fræðslunefndar samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. október 2021
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #396
Styrkþegi frá 2020, Kristín Einarsdóttir kynnir verkefnið lestrarkortsapp.
Fræðslunefnd þakkar Kristínu Einarsdóttur, kennara í Helgafellsskóla fyrir mjög áhugaverða og upplýsandi kynningu á verkefni um lestrarkortsapp sem hlaut styrk úr Klörusjóði vorið 2020. Verkefnið er enn í þróun. Markmið Klörusjóðs er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ.
- 13. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #791
Styrkþegar frá 2020 kynna verkefnin. Forritun fyrir byrjendur, http://www.bit.ly/fyrstuskrefiniforritun Málfríður Bjarnadóttir Útikennsla, Alfa Regína Jóhannsdóttir
Afgreiðsla 395. fundar fræðslunefndar samþykkt á 791. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. október 2021
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #395
Styrkþegar frá 2020 kynna verkefnin. Forritun fyrir byrjendur, http://www.bit.ly/fyrstuskrefiniforritun Málfríður Bjarnadóttir Útikennsla, Alfa Regína Jóhannsdóttir
Fræðslunefnd þakkar fyrir mjög áhugaverðar og upplýsandi kynningar á verkefnum sem hlutu styrk úr Klörusjóði vorið 2020. Verkefnin voru þróuð og mótuð á síðasta skólaári en hafa nú verið innleidd í skólastarfið og kynnt fyrir öðrum kennurum í Mosfellsbæ.
Markmið Klörusjóðs er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ. Verkefnin sýna svo sannarlega að tilkoma Klörusjóðs er mikilvægur stuðningur við skóla- og frístundastarf og er það fagnaðarefni. - 24. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #764
Úrvinnsla umsókna í Klörusjóð
Afgreiðsla 378. fundar fræðslunefndar samþykkt á 764. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. júní 2020
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #378
Úrvinnsla umsókna í Klörusjóð
Alls bárust 10 styrkumsóknir í Klörusjóð frá leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar. Fræðslunefnd þakkar umsækjendum fyrir áhugaverðar og metnaðarfullar umsóknir.
Umsóknir voru lagðar fram, ræddar og metnar. Lagt er til við bæjarstjórn að eftirfarandi umsóknir hljóti styrk úr Klörusjóði árið 2020:Útikennsla kr. 250.000 - Alfa Regína Jóhannsdóttir
Stærðfræði og forritunarkennsla kr.750.000 - Málfríður Bjarnadóttir og Tanja Stefanía Rúnarsdóttir
Íslenska í Classroom kr. 250.000 - Árni Pétur Reynisson
Lestrarkortsapp - smáforrit kr.750.000 - Kristín Einarsdóttir
Fulltrúi C lista vék af fundi vegna vanhæfis þegar ein umsókn var metin. - 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Lagðar fram reglur til samþykktar.
Afgreiðsla 377. fundar fræðslunefndar samþykkt á 763. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. júní 2020
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #377
Lagðar fram reglur til samþykktar.
Fræðslunefnd samþykkir reglur um Klörusjóð með öllum greiddum atkvæðum.
- 27. maí 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #762
Lagt fram til upplýsinga
Afgreiðsla 376. fundar fræðslunefndar samþykkt á 762. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. maí 2020
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #376
Lagt fram til upplýsinga
Auglýsing og reglur um nýstofnaðan þróunarsjóð fyrir skóla- og frístundastarf í Mosfellsbæ lagðar fram til kynningar.
- 22. janúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #752
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs um nýsköpunar- og þróunarsjóð leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 371. fundar fræðslunefndar samþykkt á 752. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. janúar 2020
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #371
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs um nýsköpunar- og þróunarsjóð leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar.
Fræðslunefnd fagnar tilkomu nýsköpunar- og þróunarsjóðs fyrir leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ. Sjóðurinn mun efla skólaþróun í Mosfellsbæ og gefa starfsfólki tækifæri til nýsköpunar og samvinnu. Samþykkt af fræðslunefnd að nefna sjóðinn Klörusjóð til heiðurs Klöru Klængsdóttur (1920-2011) sem starfaði alla sína starfsævi sem kennari í Mosfellsbæ.
Framkvæmdastjóra falið að útfæra reglur og verkferla í samræmi við fyrirlagt minnisblað og umræður á fundinum.