Mál númer 202110277
- 14. september 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #811
Kynning á rekstrargreiningu KPMG vegna áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins sem unnin var fyrir ráðgjafahóp um áfangastaðastofu. Fulltrúar frá SSH og KPMG koma til fundarins og kynna rekstrargreininguna.
Afgreiðsla 1548. fundar bæjarráðs samþykkt á 811. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. september 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1548
Kynning á rekstrargreiningu KPMG vegna áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins sem unnin var fyrir ráðgjafahóp um áfangastaðastofu. Fulltrúar frá SSH og KPMG koma til fundarins og kynna rekstrargreininguna.
Björn H. Reynisson frá SSH og Sævar Kristinsson frá KPMG kynntu rekstrargreiningu fyrir áfangastofu höfuðborgarsvæðisins. Bæjarráð tekur jákvætt í þær tillögur sem fram koma í greiningunni.
- 12. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #796
Erindi frá SSH, dags. 10.12.2021,samstarfssamning um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið. Samningsdrög um samstarfið lögð fram til umræðu, afgreiðslu og staðfestingar. Óskað er tilnefningar tveggja kjörinna fulltrúa í stefnuráð, sbr. grein 2.3 í drögum að samstarfssamningi.
Afgreiðsla 1515. fundar bæjarráðs samþykkt á 796. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #796
Erindi frá SSH, dags. 10.12.2021,samstarfssamning um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið. Samningsdrög um samstarfið lögð fram til umræðu, afgreiðslu og staðfestingar. Óskað er tilnefningar tveggja kjörinna fulltrúa í stefnuráð, sbr. grein 2.3 í drögum að samstarfssamningi. Máli frestað frá síðasta fundi.
Afgreiðsla 1516. fundar bæjarráðs samþykkt á 796. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. desember 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1516
Erindi frá SSH, dags. 10.12.2021,samstarfssamning um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið. Samningsdrög um samstarfið lögð fram til umræðu, afgreiðslu og staðfestingar. Óskað er tilnefningar tveggja kjörinna fulltrúa í stefnuráð, sbr. grein 2.3 í drögum að samstarfssamningi. Máli frestað frá síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að taka þátt í samstarfsvettvangi um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í samræmi við fyrirliggjandi samningsdrög. Bæjarstjóra er falið að undirrita samstarfssamninginn fyrir hönd Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að tilnefna Ásgeir Sveinsson, bæjarfulltrúa D-lista og Valdimar Birgisson, bæjarfulltrúa C-lista í stefnuráð.
- 16. desember 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1515
Erindi frá SSH, dags. 10.12.2021,samstarfssamning um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið. Samningsdrög um samstarfið lögð fram til umræðu, afgreiðslu og staðfestingar. Óskað er tilnefningar tveggja kjörinna fulltrúa í stefnuráð, sbr. grein 2.3 í drögum að samstarfssamningi.
Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH, og Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri, komu til fundarins og kynntu málið. Afgreiðslu málsins og tilnefningu í nýtt stefnuráð frestað til næsta fundar.
- 10. nóvember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #793
Tillaga um milliskref vegna áfanga- og markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2022.
Afgreiðsla 1510. fundar bæjarráðs samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. nóvember 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1510
Tillaga um milliskref vegna áfanga- og markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2022.
Lagt fram.
- 27. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #792
Erindi frá SSH, dags. 11. október 2021, varðandi áfangastaða- og markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins lagt fram. Inga Hlín Pálsdóttir, verkefnisstjóri mætir á fundinn og kynna erindið.
Afgreiðsla 1508. fundar bæjarráðs samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. október 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1508
Erindi frá SSH, dags. 11. október 2021, varðandi áfangastaða- og markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins lagt fram. Inga Hlín Pálsdóttir, verkefnisstjóri mætir á fundinn og kynna erindið.
Á fund bæjarráðs mætti Inga Hlín Pálsdóttir, verkefnastjóri og kynnti tillögur að mögulegum verkefnum og umfangi starfseminnar auk tillagna um fjármögnun og tekjumódel með hagaðilum varðandi stofnun áfangastaða- og markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Næstu skref eru að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu taki afstöðu til verkefnisins.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar.