Mál númer 202105155
- 27. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #792
Umbeðin umsögn lögð fram.
Afgreiðsla 1507. fundar bæjarráðs samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. október 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1507
Umbeðin umsögn lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað að unnið verði að því að ljúka skráningu og forvörslu safnsins. Jafnframt að haustið 2023 verði hafin vinna við að útfæra aðgerð í samræmi við menningarstefnu Mosfellsbæjar með áherslu á nútímalega miðlun á safnkosti og að það verkefni verði unnið af sérfræðing á sviði menningarmiðlunar í samvinnu við starfsmenn Mosfellsbæjar. Fram að þeim tíma verði hluti af safnmunum gerður aðgengilegur í samvinnu við starfsmenn Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar.
- 2. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #784
Erindi Tryggva Blumenstein, dags. 14. maí 2021, Stríðsminjasetur í Mosfellsbæ, úttekt og grunnmat.
Afgreiðsla 1490. fundar bæjarráðs samþykkt á 784. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. maí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1490
Erindi Tryggva Blumenstein, dags. 14. maí 2021, Stríðsminjasetur í Mosfellsbæ, úttekt og grunnmat.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela Auði Halldórsdóttur, forstöðumanni bókasafns og menningarmála að veita umsögn um erindið.