Mál númer 202012241
- 27. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #792
Úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dags. 28. september 2021 lagður fram til kynningar. Niðurstaða ráðuneytisins er sú að rétt hafi verið að innheimta gatnagerðargjald af uppbyggingunni og kröfu um ógildingu hafnað. Ráðuneytið bendir þó á að kærandi hefði átt að fá helmingsafslátt af gjaldinu skv. gjaldskránni og þeim tilmælum beint til Mosfellsbæjar að endurgreiða það sem oftekið var. Þá er vísað frá öllum kröfum tengdum aðal- og deiliskipulagi. Máli frestað á síðasta fundi.
Afgreiðsla 1507. fundar bæjarráðs samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. október 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1507
Úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dags. 28. september 2021 lagður fram til kynningar. Niðurstaða ráðuneytisins er sú að rétt hafi verið að innheimta gatnagerðargjald af uppbyggingunni og kröfu um ógildingu hafnað. Ráðuneytið bendir þó á að kærandi hefði átt að fá helmingsafslátt af gjaldinu skv. gjaldskránni og þeim tilmælum beint til Mosfellsbæjar að endurgreiða það sem oftekið var. Þá er vísað frá öllum kröfum tengdum aðal- og deiliskipulagi. Máli frestað á síðasta fundi.
Úrskurður lagður fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarlögmanni að óska eftir endurupptöku málsins hvað varðar niðurstöðu um oftekin gjöld sem virðst byggja á misskilningi á gjaldskrá sveitarfélagsins um gatnagerðargjöld.
- 13. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #791
Úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dags. 28. september 2021 lagður fram til kynningar. Niðurstaða ráðuneytisins er sú að rétt hafi verið að innheimta gatnagerðargjald af uppbyggingunni og kröfu um ógildingu hafnað. Ráðuneytið bendir þó á að kærandi hefði átt að fá helmingsafslátt af gjaldinu skv. gjaldskránni og þeim tilmælum beint til Mosfellsbæjar að endurgreiða það sem oftekið var. Þá er vísað frá öllum kröfum tengdum aðal- og deiliskipulagi.
Afgreiðsla 1506. fundar bæjarráðs samþykkt á 791. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. október 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1506
Úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dags. 28. september 2021 lagður fram til kynningar. Niðurstaða ráðuneytisins er sú að rétt hafi verið að innheimta gatnagerðargjald af uppbyggingunni og kröfu um ógildingu hafnað. Ráðuneytið bendir þó á að kærandi hefði átt að fá helmingsafslátt af gjaldinu skv. gjaldskránni og þeim tilmælum beint til Mosfellsbæjar að endurgreiða það sem oftekið var. Þá er vísað frá öllum kröfum tengdum aðal- og deiliskipulagi.
Frestað vegna tímaskorts.
- 13. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #774
Kæra til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis vegna ákvörðun um álagningu gatnagerðargjalda vegna byggingar hesthúss á lögbýlinu Laugabóli, lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 1471. fundar bæjarráðs samþykkt á 774. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. janúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1471
Kæra til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis vegna ákvörðun um álagningu gatnagerðargjalda vegna byggingar hesthúss á lögbýlinu Laugabóli, lögð fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að fara með hagsmuni Mosfellsbæjar í málinu.