Mál númer 201712169
- 10. nóvember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #793
Tillaga um breytingu á stefnu og viðbragðsáætlun Mosfellsbæjar um einelti og áreitni er lýtur að skilgreiningum og boðleiðum varðandi tilkynningar. Erindi frestað frá síðasta fundi.
Afgreiðsla 1509. fundar bæjarráðs samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. október 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1509
Tillaga um breytingu á stefnu og viðbragðsáætlun Mosfellsbæjar um einelti og áreitni er lýtur að skilgreiningum og boðleiðum varðandi tilkynningar. Erindi frestað frá síðasta fundi.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ leggur ríka áherslu á að markmiðum stefnum bæjarins fylgi ávallt mælanleg markmið. Hvað stefnu um forvarnir gegn einelti, áreitni og vanlíðan á vinnustað varðar skiptir miklu að farið sé að lögum nr. 46/1980 um aðbúnað og hollustuhætti. Lögð er áhersla á að við mótun þessarar stefnu verði leitað til viðkomandi stofnana sem fara með málaflokkinn lögum samkvæmt og fagaðila áður en lokadrög verði lögð fram.Bókun V- og D-lista
Stefna Mosfellsbæjar í málaflokknum um einelti og áreitni er faglega unnin.
Það má segja að Mosfellsbær sé í farabroddi í mannauðsmálum sveitarfélaga svo eftir hefur verið tekið af öðrum sveitarfélögum. Nágrannasveitarfélög, hafa í gegnum tíðina, leitað eftir umræðu og ábendingum um þau atriði sem eru tiltekin í stefnum Mosfellsbæjar og hafa oftar en ekki, tekið mið af þeirri faglegu vinnu sem unnin hefur verið í sveitarfélaginu.Mosfellsbær mótaði fyrst sína stefnu í mannauðsmálum árið 2009 og hefur hún verið rýnd nokkrum sinnum síðan þá. Mannauðsstefnan var síðast rýnd og uppfærð í kjölfar starfsdags Mosfellsbæjar sem haldinn var 18. ágúst 2016, þar sem yfir 500 manns töku þátt. Í kjölfarið var endurskoðuð mannauðsstefna samþykkt í bæjarráði á fundi nr. 1454 þann 20. ágúst 2020 þar sem starfsmannahandbók sveitarfélagsins var jafnframt lögð fyrir til kynningar.
Allar stefnur Mosfellsbæjar eru unnar út frá þeim lögum og reglum sem um málaflokkana gilda. Reglubundið er farið í rýni á stefnum sveitarfélagsins til að meta hvort lagarammi hafi tekið breytingum eða þörf sé á að aðlaga stefnuna vegna breytinga á starfstengdum þáttum sem og þeim sem lúta að öryggi og velferð starfsmanna. Þær tillögur sem mannauðstjóri leggur hér til til breytinga er hluti af reglubundnu verklagi og er til komin að beiðni forstöðumanna þar sem ósk þeirra var að móta skýrari boðleiðir til að tilkynna slík mál.
***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi breytingar á stefnu um áreitni, einelti, ofbeldi, hótanir eða samskiptavandi á vinnustað og nýtt verklag við tilkynningar. Jafnframt að uppfærð stefna verði birt og kynnt stofnunum Mosfellsbæjar.
- 27. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #792
Tillaga um breytingu á stefnu og viðbragðsáætlun Mosfellsbæjar um einelti og áreitni er lýtur að skilgreiningum og boðleiðum varðandi tilkynningar.
Afgreiðsla 1508. fundar bæjarráðs samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. október 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1508
Tillaga um breytingu á stefnu og viðbragðsáætlun Mosfellsbæjar um einelti og áreitni er lýtur að skilgreiningum og boðleiðum varðandi tilkynningar.
Málinu frestað til næsta fundar vegna tímaskorts.
- 7. mars 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #712
Endurskoðað verklagsferli við einelti og áreitni.
Afgreiðsla 1344. fundar bæjarráðs samþykkt á 712. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. mars 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1344
Endurskoðað verklagsferli við einelti og áreitni.
Tillaga að viðbótarköflum sem fjalla um kynferðislega áreitni og kynbundna áreitni í stefnu Mosfellsbæjar um forvarnir gegn einelti, áreitni og vanlíðan á vinnustað samþykkt með þremur atkvæðum. Jafnframt samþykkt að árlega verði bæjarráð upplýst um mál þessu tengd.
- 10. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #708
Erindi á dagskrá að ósk Önnu Sigríðar Guðnadóttur.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar fagnar fyrirspurn um stefnu Mosfellsbæjar í málum er varða einelti, áreitni og ofbeldi en þykir sá áhugi hafa vaknað nokkuð seint þar sem mjög stutt er síðan að fulltrúar D-, S- og V-lista höfnuðu faglegri meðferð á máli af sama toga einungis nokkrum vikum áður en Metoo byltingin hófst.
Eins vekur furðu að stefnan skuli fyrst nú líta dagsins ljós en hafi ekki verið kynnt kjörnum fulltrúum þegar það mál var á dagskrá. Þess má geta að verklagsreglurnar voru ekki aðgengilegar á vef sveitarfélagsins.
Á reglunum má glöggt sjá að sú tillaga Íbúahreyfingarinnar um að fá óháðan vinnisálfræðing til að gera úttekt á samskiptum bæjarfulltrúa var réttmæt og skv. reglunum.Bókun D-, V- og S- lista
Umrætt mál er sett á dagskrá bæjarráðs í ljósi þeirrar mikilvægu byltingar sem #metoo #ískuggavaldsins er. Þar er um að ræða ómenningu sem því miður hefur þrifist í okkar samfélagi. Bæjarfulltrúar D V og S lista neita að taka þátt í þeirri tilraun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar að tengja þetta mikilvæga mál ákveðnum samskiptaörðuleikum í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og þar með draga úr mikilvægi þeirrar umræðu sem #metoo #ískuggavaldsins er.
Hvað varðar efnistök bókunarinnar er fullyrðingum sem þar fram koma algjörlega vísað á bugAfgreiðsla 1335. fundar bæjarráðs samþykkt á 708. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. desember 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1335
Erindi á dagskrá að ósk Önnu Sigríðar Guðnadóttur.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, og Hanna Guðlaugsdóttir (HG), mannauðsstjóri, mættu á fundinn undir þessum lið.
Tillaga bæjarráðs Mosfellsbæjar um aðgerðir til að bregðast við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi #metoo #ískuggavaldsins.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að stefnumörkun, verklagsreglur og viðbragðáætlanir um einelti og áreitni þ.m.t. kynferðislega áreitni verði yfirfarnar m.t.t. þess hvort nægjanlega skýrt sé kveðið á um að kynferðisleg eða kynbundin áreitni eða ofbeldi verði ekki liðið á starfsstöðvum Mosfellsbæjar. Siðareglur kjörinna fulltrúa verði yfirfarnar og gerðar tillögur um viðbætur sem taka á þessum atriðum eftir því sem við á. Áfram verði umfang vandans innan starfsumhverfis bæjarins metið í starfsmannakönnunum.