Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201712169

  • 10. nóvember 2021

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #793

    Til­laga um breyt­ingu á stefnu og við­bragðs­áætlun Mos­fells­bæj­ar um einelti og áreitni er lýt­ur að skil­grein­ing­um og boð­leið­um varð­andi til­kynn­ing­ar. Er­indi frestað frá síð­asta fundi.

    Af­greiðsla 1509. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 793. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 28. október 2021

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1509

      Til­laga um breyt­ingu á stefnu og við­bragðs­áætlun Mos­fells­bæj­ar um einelti og áreitni er lýt­ur að skil­grein­ing­um og boð­leið­um varð­andi til­kynn­ing­ar. Er­indi frestað frá síð­asta fundi.

      Bók­un M-lista
      Full­trúi Mið­flokks­ins í Mos­fells­bæ legg­ur ríka áherslu á að mark­mið­um stefn­um bæj­ar­ins fylgi ávallt mæl­an­leg markmið. Hvað stefnu um for­varn­ir gegn einelti, áreitni og van­líð­an á vinnustað varð­ar skipt­ir miklu að far­ið sé að lög­um nr. 46/1980 um að­bún­að og holl­ustu­hætti. Lögð er áhersla á að við mót­un þess­ar­ar stefnu verði leitað til við­kom­andi stofn­ana sem fara með mála­flokk­inn lög­um sam­kvæmt og fag­að­ila áður en loka­drög verði lögð fram.

      Bók­un V- og D-lista
      Stefna Mos­fells­bæj­ar í mála­flokkn­um um einelti og áreitni er fag­lega unn­in.
      Það má segja að Mos­fells­bær sé í fara­broddi í mannauðs­mál­um sveit­ar­fé­laga svo eft­ir hef­ur ver­ið tek­ið af öðr­um sveit­ar­fé­lög­um. Ná­granna­sveit­ar­fé­lög, hafa í gegn­um tíð­ina, leitað eft­ir um­ræðu og ábend­ing­um um þau at­riði sem eru til­tekin í stefn­um Mos­fells­bæj­ar og hafa oft­ar en ekki, tek­ið mið af þeirri fag­legu vinnu sem unn­in hef­ur ver­ið í sveit­ar­fé­lag­inu.

      Mos­fells­bær mót­aði fyrst sína stefnu í mannauðs­mál­um árið 2009 og hef­ur hún ver­ið rýnd nokkr­um sinn­um síð­an þá. Mannauðs­stefn­an var síð­ast rýnd og upp­færð í kjöl­far starfs­dags Mos­fells­bæj­ar sem hald­inn var 18. ág­úst 2016, þar sem yfir 500 manns töku þátt. Í kjöl­far­ið var end­ur­skoð­uð mannauðs­stefna sam­þykkt í bæj­ar­ráði á fundi nr. 1454 þann 20. ág­úst 2020 þar sem starfs­manna­hand­bók sveit­ar­fé­lags­ins var jafn­framt lögð fyr­ir til kynn­ing­ar.

      All­ar stefn­ur Mos­fells­bæj­ar eru unn­ar út frá þeim lög­um og regl­um sem um mála­flokk­ana gilda. Reglu­bund­ið er far­ið í rýni á stefn­um sveit­ar­fé­lags­ins til að meta hvort lag­arammi hafi tek­ið breyt­ing­um eða þörf sé á að að­laga stefn­una vegna breyt­inga á starfstengd­um þátt­um sem og þeim sem lúta að ör­yggi og vel­ferð starfs­manna. Þær til­lög­ur sem mannauð­stjóri legg­ur hér til til breyt­inga er hluti af reglu­bundnu verklagi og er til komin að beiðni for­stöðu­manna þar sem ósk þeirra var að móta skýr­ari boð­leið­ir til að til­kynna slík mál.

      ***

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi breyt­ing­ar á stefnu um áreitni, einelti, of­beldi, hót­an­ir eða sam­skipta­vandi á vinnustað og nýtt verklag við til­kynn­ing­ar. Jafn­framt að upp­færð stefna verði birt og kynnt stofn­un­um Mos­fells­bæj­ar.

    • 27. október 2021

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #792

      Til­laga um breyt­ingu á stefnu og við­bragðs­áætlun Mos­fells­bæj­ar um einelti og áreitni er lýt­ur að skil­grein­ing­um og boð­leið­um varð­andi til­kynn­ing­ar.

      Af­greiðsla 1508. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 792. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 21. október 2021

        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1508

        Til­laga um breyt­ingu á stefnu og við­bragðs­áætlun Mos­fells­bæj­ar um einelti og áreitni er lýt­ur að skil­grein­ing­um og boð­leið­um varð­andi til­kynn­ing­ar.

        Mál­inu frestað til næsta fund­ar vegna tíma­skorts.

        • 7. mars 2018

          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #712

          End­ur­skoð­að verklags­ferli við einelti og áreitni.

          Af­greiðsla 1344. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 712. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 1. mars 2018

            Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1344

            End­ur­skoð­að verklags­ferli við einelti og áreitni.

            Til­laga að við­bót­ar­köfl­um sem fjalla um kyn­ferð­is­lega áreitni og kyn­bundna áreitni í stefnu Mos­fells­bæj­ar um for­varn­ir gegn einelti, áreitni og van­líð­an á vinnustað sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um. Jafn­framt sam­þykkt að ár­lega verði bæj­ar­ráð upp­lýst um mál þessu tengd.

          • 10. janúar 2018

            Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #708

            Er­indi á dagskrá að ósk Önnu Sig­ríð­ar Guðna­dótt­ur.

            Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
            Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar fagn­ar fyr­ir­spurn um stefnu Mos­fells­bæj­ar í mál­um er varða einelti, áreitni og of­beldi en þyk­ir sá áhugi hafa vakn­að nokk­uð seint þar sem mjög stutt er síð­an að full­trú­ar D-, S- og V-lista höfn­uðu fag­legri með­ferð á máli af sama toga ein­ung­is nokkr­um vik­um áður en Met­oo bylt­ing­in hófst.
            Eins vek­ur furðu að stefn­an skuli fyrst nú líta dags­ins ljós en hafi ekki ver­ið kynnt kjörn­um full­trú­um þeg­ar það mál var á dagskrá. Þess má geta að verklags­regl­urn­ar voru ekki að­gengi­leg­ar á vef sveit­ar­fé­lags­ins.
            Á regl­un­um má glöggt sjá að sú til­laga Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um að fá óháð­an vinnisál­fræð­ing til að gera út­tekt á sam­skipt­um bæj­ar­full­trúa var rétt­mæt og skv. regl­un­um.

            Bók­un D-, V- og S- lista
            Um­rætt mál er sett á dagskrá bæj­ar­ráðs í ljósi þeirr­ar mik­il­vægu bylt­ing­ar sem #met­oo #ískugga­valds­ins er. Þar er um að ræða ómenn­ingu sem því mið­ur hef­ur þrif­ist í okk­ar sam­fé­lagi. Bæj­ar­full­trú­ar D V og S lista neita að taka þátt í þeirri til­raun bæj­ar­full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar að tengja þetta mik­il­væga mál ákveðn­um sam­skipta­örðu­leik­um í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar og þar með draga úr mik­il­vægi þeirr­ar um­ræðu sem #met­oo #ískugga­valds­ins er.
            Hvað varð­ar efnistök bók­un­ar­inn­ar er full­yrð­ing­um sem þar fram koma al­gjör­lega vísað á bug

            Af­greiðsla 1335. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 708. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 21. desember 2017

              Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1335

              Er­indi á dagskrá að ósk Önnu Sig­ríð­ar Guðna­dótt­ur.

              Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI), fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, og Hanna Guð­laugs­dótt­ir (HG), mannauðs­stjóri, mættu á fund­inn und­ir þess­um lið.

              Til­laga bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar um að­gerð­ir til að bregð­ast við kyn­bund­inni og kyn­ferð­is­legri áreitni og kyn­bundnu of­beldi #met­oo #ískugga­valds­ins.

              Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að stefnu­mörk­un, verklags­regl­ur og við­bragð­áætlan­ir um einelti og áreitni þ.m.t. kyn­ferð­is­lega áreitni verði yf­ir­farn­ar m.t.t. þess hvort nægj­an­lega skýrt sé kveð­ið á um að kyn­ferð­is­leg eða kyn­bund­in áreitni eða of­beldi verði ekki lið­ið á starfs­stöðv­um Mos­fells­bæj­ar. Siða­regl­ur kjör­inna full­trúa verði yf­ir­farn­ar og gerð­ar til­lög­ur um við­bæt­ur sem taka á þess­um at­rið­um eft­ir því sem við á. Áfram verði um­fang vand­ans inn­an starfs­um­hverf­is bæj­ar­ins met­ið í starfs­manna­könn­un­um.