Umhverfisnefnd með ráðgjöfum frá KPMG vinnur að uppfærslu á umhverfisstefnu Mosfellsbæjar. Stefnt er að því að gera stefnuna markvissari með mælanlegum markmiðum ásamt því að samtvinna hana við loftlagsstefnu SSH.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á samráð við íbúa við þessa vinnu og verður opinn fundur auglýstur í haust. Þangað til geta íbúar skráð sig inn á Mínar síður og komið á framfæri ábendingum um efni sem þeim finnst vanta eða megi breyta í núverandi umhverfisstefnu.
Gert er ráð fyrir að ný umhverfisstefna Mosfellsbæjar líti dagsins ljós snemma árs 2025.