Síðastliðið sumar fór fram rannsókn á fornleifunum við sjávarbakkann á Blikastaðanesi til að komast að aldri þeirra og hlutverki. Árið 1978 voru fornleifarnar friðaðar og var ályktað þær gætu ef til vill verið leifar kaupstaðar frá þjóðveldisöld. Rannsóknir hafa þó leitt í ljós að þær eru mun yngri eða sennilega frá 17. – 19. öld.
Ef þú hefur einhverjar upplýsingar um þessar minjar og/eða hvert hlutverk þeirra var, óskar Minjastofnun Íslands eftir að heyra frá þér, hafa má samband beint við minjavörð Reykjavíkur og nágrennis, henny@minjastofnun.is.