Vorhreinsun Mosfellsbæjar fór fram á dögunum þar sem fjöldi íbúa ásamt Aftureldingu og Skátafélaginu Mosverjum lögðu sitt af mörkum og tókst hreinsunarátakið einstaklega vel. Það var ánægjulegt að sjá hve margir gáfu sér tíma til að hlúa að nærumhverfinu og sýna þannig samfélagslega ábyrgð í verki.
Vakin er athygli á því að Endurvinnslustöðvar Sorpu taka á móti garðaúrgangi allt að 2m3 gjaldfrjálst.
Undanfarið hefur því miður borið á veggjakroti og skemmdarverkum á leiksvæðum í bænum en slík umgengni hefur neikvæð áhrif á upplifun og notkun þeirra útivistarsvæða sem bærinn hefur uppá að bjóða. Starfmenn þjónustustöðvar sinna þessum svæðum og íbúar geta sent inn ábendingar varðandi umhverfismál í gegnum ábendingakerfi bæjarins.
Saman sköpum við hreint og fallegt samfélag.