Vinabæjarráðstefna verður haldin í Mosfellsbæ dagana 16. – 17. ágúst næstkomandi.
Vinabæir Mosfellsbæjar eru fjórir þ.e. Thisted í Danmörku, Loimaa í Finnlandi, Uddevalla í Svíþjóð og Skien í Noregi.
Ráðstefnugestir eru um 70 talsins og eru þar á meðal tveir listamenn frá hverju landi sem taka þátt í menningarverkefninu NArt. Einnig er sérstakt unglingaverkefni samhliða ráðstefnunni.
Frá hverju landi koma fjórir unglingar fæddir árið 2003 ásamt hópstjóra og eru þátttakendur samtals 25. Þau gista saman, fara í ferðir og taka þátt í ýmsum uppákomum.
Tengt efni
Unglingamót norrænna vinabæja 2024
Auglýst er til umsóknar fyrir ungmenni í grunnskólum Mosfellsbæjar fædd 2009 að taka þátt í unglingamóti norrænna vinabæja Mosfellsbæjar.
Opnað fyrir umsóknir um þátttöku í rafræna menningarverkefninu NART á rafrænni vinabæjarráðstefnu 2021
Mosfellsbær er hluti af vinabæjarkeðju með Thisted í Danmörku, Uddevalla í Svíþjóð, Skien í Noregi og Loimaa í Finnlandi og eru vinabæjarmót haldin annað hvert ár til skiptis í bæjunum.
Vinabæjaráðstefna 2018
Vinabæjaráðstefna var haldin í Mosfellsbæ dagana 16. – 17. ágúst.