Opinn fundur verður haldinn 14. febrúar í Hlégarði með íbúum Mosfellsbæjar, hagsmunaaðilum og fulltrúum úr atvinnulífinu. Fundurinn hefst kl. 17:00 og stendur til kl. 19:00.
Fundurinn er hluti af vinnu við stjórnsýslu- og rekstrarúttekt hjá Mosfellsbæ sem snýr að þáttum eins og mati á stafrænum lausnum í starfsemi Mosfellsbæjar, rekstri og ráðstöfun fjármuna og mati á stjórnkerfi og verkaskiptingu. Úttektin er unnin af ráðgjafafyrirtækinu Strategíu sem jafnframt stýrir vinnu á þessum opna fundi.
Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram á fundinn og við skráningu eru þátttakendur jafnframt beðnir að skrá sig í umræðuhóp.
Tengt efni
Fyrsta skóflustunga fyrir íbúðir Bjargs íbúðaleigufélags í Mosfellsbæ
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.
Álagning fasteignagjalda 2025