Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. apríl 2025

Árs­skýrsla Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2024 er nú komin út í fyrsta sinn á nýj­um árs­skýrslu­vef. Með þess­ari nýbreytni vill Mos­fells­bær auka að­gengi íbúa, kjör­inna full­trúa og ann­arra að upp­lýs­ing­um um starf­semi sveit­ar­fé­lags­ins og veita skýra og mynd­ræna yf­ir­sýn yfir verk­efni árs­ins.

Skýrsl­an sýn­ir glöggt hversu fjöl­breytta þjón­ustu Mos­fells­bær veit­ir og þann metn­að sem bær­inn legg­ur í að tryggja vel­ferð, fræðslu, skipu­lag, lýð­heilsu og menn­ingu.

Árið 2024 var metár í fjár­fest­ing­um sem ein­kennd­ist af fjöl­mörg­um við­halds­verk­efn­um og mik­illi upp­bygg­ingu, með­al ann­ars við Helga­fells­skóla og á Varmár­svæði.

Þá var ráð­ist í öfl­ugt for­varna­verk­efni und­ir yf­ir­skrift­inni Börn­in okk­ar og sta­fræn þjón­usta bætt í gegn­um vef­inn mos.is.

„Við höf­um lagt mikla áherslu á að gera upp­lýs­ing­ar að­gengi­leg­ar og skýr­ar fyr­ir bæj­ar­búa og það er því ánægju­legt að stíga þetta skref yfir í sta­f­ræna út­gáfu árs­skýrslu“ seg­ir Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri í ávarpi sínu.

Við hvetj­um alla Mos­fell­inga og önn­ur áhuga­söm til að kynna sér efni skýrsl­unn­ar til að fá inn­sýn í fjöl­breytt verk­efni og þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00