Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. apríl 2025

Staða leik­skóla­stjóra í leik­skól­an­um Sum­ar­hús­um var aug­lýst þann 25. fe­brú­ar með um­sókn­ar­fresti til 19. mars. 12 um­sækj­end­ur sóttu um. Berg­lind Robert­son Grét­ars­dótt­ir var ráð­in í stöð­una og hef­ur hún störf þann 1. maí nk.

Berg­lind er með B.Ed. gráðu frá Kenn­ara­há­skóla Ís­lands. Hún stund­ar meist­ara­nám í for­eldra­fræðslu og upp­eld­is­ráð­gjöf við Há­skóla Ís­lands. Berg­lind hef­ur lok­ið end­ur­mennt­un í starfs­þró­un skóla­stjórn­enda og stundað nám í stjórn­un­ar­fræði mennta­stofn­ana í Há­skóla Ís­lands.

Berg­lind býr yfir 20 ára far­sæl­um ferli sem skóla­stjórn­andi og hef­ur hún í störf­um sín­um öðl­ast víð­tæka reynslu varð­andi stjórn­un leik­skóla. Und­an­farin tvö ár hef­ur Berg­lind starfað sem fram­kvæmda­stjóri Tröppu ehf. sem býð­ur upp á marg­vís­lega sér­fræði­ráð­gjöf til leik- og grunn­skóla víðs veg­ar um land­ið. Berg­lind starf­aði sem skóla­stjóri hjá Skól­um ehf. frá ár­inu 2008 þar sem hún byggði upp og stýrði starf­semi Ung­barna­leik­skól­ans Ár­sól­ar í 13 ár og í kjöl­far­ið stýrði hún Heilsu­leik­skól­an­um Kór í Kópa­vogi. Sam­hliða starfi sínu sem skóla­stjóri var Berg­lind verk­efna­stjóri fag­mála fyr­ir Skóla ehf. á ár­un­um 2019-2023. Berg­lind hef­ur að auki ver­ið að­stoð­ar­leik­skóla­stjóri í Brákar­borg í tæp tvö ár og þar áður var hún skóla­stjóri í leik­skól­an­um Bakka­skjóli í Ísa­fjarð­ar­bæ.

Berg­lind er sjálf­boða­liði í við­bragðs­hópi hjá Rauða Kross­in­um og sinn­ir þar sál­ræn­um stuðn­ingi ásamt því að vera hóp­stjóri á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Berg­lind sat í stjórn sam­taka sjálf­stæðra skóla um ára­bil og sömu­leið­is í stjórn Sam­taka heilsu­leik­skóla.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00