Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. maí 2023

Op­inn fund­ur um at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­mál verð­ur hald­inn 16. maí í FMos með íbú­um Mos­fells­bæj­ar, full­trú­um úr at­vinnu­líf­inu og öðr­um hags­muna­að­il­um.

Fund­ur­inn hefst kl. 17:00 og stend­ur til kl. 19:00.

Í upp­hafi fund­ar mun Dóri DNA halda snarpa hug­vekju um skap­andi grein­ar sem vax­andi at­vinnu­grein á Ís­landi.

Fund­ur­inn er hluti af vinnu at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar við mót­un at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar.

Dag­skrá:

  1. Opn­un
    Sæv­ar Birg­is­son, formað­ur at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar
  2. Hug­vekja um skap­andi grein­ar
    Dóri DNA
  3. Stöðumat at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­mála hjá Mos­fells­bæ kynnt
    Björn H. Reyn­is­son, ráð­gjafi
  4. Hug­mynda­vinna og um­ræð­ur þátt­tak­enda á þjóð­fund­ar­formi
    und­ir stjórn borð­stjóra
  5. Stutt sam­an­tekt um­ræðu­efna frá hverju borði
  6. Fund­arslit
    Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri

Við hvetj­um bæj­ar­búa og at­vinnu­rek­end­ur til þess að taka þátt í
fund­in­um, skipt­ast á skoð­un­um og taka þátt í að móta at­vinnu- og
ný­sköp­un­ar­stefnu fyr­ir Mos­fells­bæ.

Tengt efni