Opinn fundur um atvinnu- og nýsköpunarmál verður haldinn 16. maí í FMos með íbúum Mosfellsbæjar, fulltrúum úr atvinnulífinu og öðrum hagsmunaaðilum.
Fundurinn hefst kl. 17:00 og stendur til kl. 19:00.
Í upphafi fundar mun Dóri DNA halda snarpa hugvekju um skapandi greinar sem vaxandi atvinnugrein á Íslandi.
Fundurinn er hluti af vinnu atvinnu- og nýsköpunarnefndar við mótun atvinnu- og nýsköpunarstefnu Mosfellsbæjar.
Dagskrá:
- Opnun
Sævar Birgisson, formaður atvinnu- og nýsköpunarnefndar - Hugvekja um skapandi greinar
Dóri DNA - Stöðumat atvinnu- og nýsköpunarmála hjá Mosfellsbæ kynnt
Björn H. Reynisson, ráðgjafi - Hugmyndavinna og umræður þátttakenda á þjóðfundarformi
undir stjórn borðstjóra - Stutt samantekt umræðuefna frá hverju borði
- Fundarslit
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri
Við hvetjum bæjarbúa og atvinnurekendur til þess að taka þátt í
fundinum, skiptast á skoðunum og taka þátt í að móta atvinnu- og
nýsköpunarstefnu fyrir Mosfellsbæ.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos