Mánudaginn 28. júní 2021 var hópur SES (Samvinna eftir skilnað) skilnaðarráðgjafa útskrifaður við hátíðlega athöfn
Fulltrúar félagsmálaráðuneytisins, þar á meðal Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra, voru viðstaddir og afhentu útskriftarskírteini. Fimm félagsráðgjafar frá Mosfellsbæ hlutu starfsleyfi sem SES skilnaðarráðgjafar, en Mosfellsbær hefur tekið þátt í tilraunaverkefni SES – Samvinna eftir skilnað barnanna vegna frá áramótum ásamt sjö öðrum sveitarfélögum.
Verkefninu hefur verið vel tekið af foreldrum barna í Mosfellsbæ og hefur foreldrum meðal annars verið boðið upp á rafræn námskeið sem miða að því að koma í veg fyrir og draga úr ágreiningi milli foreldra. Niðurstöður könnunar hjá þátttakendum í verkefninu hafa gefið til kynna mikla ánægju og að það nýtist öllum aðilum vel í ferlinu, ekki síst börnunum sem um ræðir. Verkefnið hefur enn fremur gefið það góða raun að nú er haft að markmiði að innleiða það um land allt.
Foreldrar barna sem standa í skilnaðarferli eða hafa áður slitið samvistum eru hvattir til að nýta sér þetta úrræði. Einnig nýtist úrræðið vel fyrir þá foreldra sem búa ekki saman en hafa það að markmiði að draga úr ágreiningi sín á milli við uppeldi barns síns. Sækja má um á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Tengt efni
Lumar þú á leiguíbúð?
Mosfellsbær auglýsir eftir íbúðum fyrir flóttafólk til leigu.
Skálatún verður Farsældartún
Mosfellsbær óskar eftir íbúðum eða herbergjum til leigu
Mosfellsbær auglýsir eftir íbúðum og/eða herbergjum fyrir flóttafólk til leigu, bæði fyrir einstaklinga og barnafjölskyldur.