Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. júní 2021

Mánu­dag­inn 28. júní 2021 var hóp­ur SES (Sam­vinna eft­ir skiln­að) skiln­að­ar­ráð­gjafa út­skrif­að­ur við há­tíð­lega at­höfn

Full­trú­ar fé­lags­mála­ráðu­neyt­is­ins, þar á með­al Ásmund­ur Ein­ar Daða­son fé­lags­mála­ráð­herra, voru við­stadd­ir og af­hentu út­skrift­ar­skír­teini. Fimm fé­lags­ráð­gjaf­ar frá Mos­fells­bæ hlutu starfs­leyfi sem SES skiln­að­ar­ráð­gjaf­ar, en Mos­fells­bær hef­ur tek­ið þátt í til­rauna­verk­efni SES – Sam­vinna eft­ir skiln­að barn­anna vegna frá ára­mót­um ásamt sjö öðr­um sveit­ar­fé­lög­um.

Verk­efn­inu hef­ur ver­ið vel tek­ið af for­eldr­um barna í Mos­fells­bæ og hef­ur for­eldr­um með­al ann­ars ver­ið boð­ið upp á ra­fræn nám­skeið sem miða að því að koma í veg fyr­ir og draga úr ágrein­ingi milli for­eldra. Nið­ur­stöð­ur könn­un­ar hjá þátt­tak­end­um í verk­efn­inu hafa gef­ið til kynna mikla ánægju og að það nýt­ist öll­um að­il­um vel í ferl­inu, ekki síst börn­un­um sem um ræð­ir. Verk­efn­ið hef­ur enn frem­ur gef­ið það góða raun að nú er haft að mark­miði að inn­leiða það um land allt.

For­eldr­ar barna sem standa í skiln­að­ar­ferli eða hafa áður slit­ið sam­vist­um eru hvatt­ir til að nýta sér þetta úr­ræði. Einn­ig nýt­ist úr­ræð­ið vel fyr­ir þá for­eldra sem búa ekki sam­an en hafa það að mark­miði að draga úr ágrein­ingi sín á milli við upp­eldi barns síns. Sækja má um á þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00