Sérhæfð ráðgjöf í skilnaðarferli
Ráðgjafar velferðarsviðs Mosfellsbæjar bjóða upp á sérhæfða ráðgjöf til foreldra barna 0-18 ára. Ráðgjöfin miðar að því að koma í veg fyrir og/eða draga úr ágreiningi milli foreldra sem standa í skilnaðarferli og á þann hátt að vernda börn þeirra í ferlinu. Í gegnum ferlið öðlast foreldrar færni í að takast á við óvæntar uppákomur tengt skilnaðinum sem og skilning á viðbrögðum barna sinna við honum.
Meginmarkmiðið er að vernda hagsmuni barnsins sem og að bæta andlega og líkamlega líðan foreldra og barns.
Umsókn
Úrræði í boði
- Rafrænt námskeið á samvinnaeftirskilnad.is.
Námskeiðið samanstendur af þremur áföngum: Áhrif skilnaðar á foreldra, Viðbrögð barna við skilnaði og Samvinna foreldra við skilnað. - Sérhæfð ráðgjöf hjá SES ráðgjöfum Mosfellsbæjar.
- Hópnámskeið fyrir foreldra þar sem ítarlega er fjallað um áhrif skilnaðar á fjölskyldu.