Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sér­hæfð ráð­gjöf í skiln­að­ar­ferli

Ráð­gjaf­ar vel­ferð­ar­sviðs Mos­fells­bæj­ar bjóða upp á sér­hæfða ráð­gjöf til for­eldra barna 0-18 ára. Ráð­gjöfin mið­ar að því að koma í veg fyr­ir og/eða draga úr ágrein­ingi milli for­eldra sem standa í skiln­að­ar­ferli og á þann hátt að vernda börn þeirra í ferl­inu. Í gegn­um ferl­ið öðl­ast for­eldr­ar færni í að takast á við óvænt­ar uppá­kom­ur tengt skiln­að­in­um sem og skiln­ing á við­brögð­um barna sinna við hon­um.

Meg­in­mark­mið­ið er að vernda hags­muni barns­ins sem og að bæta and­lega og lík­am­lega líð­an for­eldra og barns.


Um­sókn


Úr­ræði í boði

  • Ra­f­rænt nám­skeið á sam­vinna­eft­ir­skiln­ad.is.
    Nám­skeið­ið sam­an­stend­ur af þrem­ur áföng­um: Áhrif skiln­að­ar á for­eldra, Við­brögð barna við skiln­aði og Sam­vinna for­eldra við skiln­að.
  • Sér­hæfð ráð­gjöf hjá SES ráð­gjöf­um Mos­fells­bæj­ar.
  • Hóp­nám­skeið fyr­ir for­eldra þar sem ít­ar­lega er fjallað um áhrif skiln­að­ar á fjöl­skyldu.
Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00