Mosfellsbær tók þátt í viðamikilli landskönnun í lok árs 2024 um hagi og líðan eldra fólks, sem framkvæmd var af Félagsvísindastofnun fyrir Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Í fyrsta sinn voru teknar saman sérstakar niðurstöður fyrir Mosfellsbæ, sem veita dýrmæta innsýn í líf, heilsu og aðstæður bæjarbúa 67 ára og eldri.
Könnunin fór fram með net- og símaviðtölum og var úrtakið 232 einstaklingar og svarhlutfall 49%.
Könnunin sýnir sterka stöðu eldra fólks í Mosfellsbæ. Bæði heilsa og virkni eru almennt mjög góð og þjónusta sveitarfélagsins virðist mæta þörfum hópsins vel. Niðurstöðurnar veita mikilvæga innsýn fyrir áframhaldandi þróun þjónustu við eldra fólk.
Heilsufar og hreyfing – sterk tengsl við líðan
Niðurstöðurnar sýna að heilsufar eldra fólks í Mosfellsbæ er almennt mjög gott, og sérstaklega er hreyfing áberandi sem verndandi þáttur fyrir andlega og líkamlega heilsu.
- 71% þeirra sem stunda rösklega göngu tvisvar í viku eða oftar segja andlega heilsu sína góða
- 88% meta andlega heilsu sína mjög eða frekar góða
- 98% borða að minnsta kosti eina heita máltíð á dag
- 26% drekka ekki áfengi
Félagsleg virkni og ánægja með þjónustu Mosfellsbæjar
Samfélagsþátttaka eldra fólks í Mosfellsbæ mælist góð og margir sækja reglulega félagsstarf eða aðra virkni. Niðurstöðurnar sýna að eldra fólk í Mosfellsbæ býr almennt við góða heilsu, virkni og þjónustu.
- 39% eldra fólks í Mosfellsbæ taka þátt í félagsstarfi á vegum bæjarins samanborið við 25% heilt yfir á landinu
- 84% lýsa yfir ánægju með félagsstarfið og 93% telja framboðið nægjanlegt
- Heimaþjónusta fær mjög jákvætt mat – 84% eru ánægð með þjónustuna
- Um 24% eru í formlegri endurhæfingu
Tölvuvirkni og nýting tækni
Tölvu- og tækninotkun meðal eldra fólks í Mosfellsbæ er umtalsverð. Mjög stór hluti hópsins notar tölvur og snjalltæki í daglegu lífi. Bæði til samskipta við ættingja og vini og til að sinna bankaviðskiptum, fjölbreyttri þjónustu og í upplýsingaleit.
- 79% notar tölvur og/eða snjalltæki til að eiga samskipti við vini eða ættingja 1x í viku eða oftar
- 74% sinna bankaviðskiptum á netinu
- 66% skoða fréttamiðla á netinu
- 44% notar netið til að afla upplýsinga um hreyfingu eða félagslega virkni