Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. apríl 2025

Mos­fells­bær tók þátt í viða­mik­illi lands­könn­un í lok árs 2024 um hagi og líð­an eldra fólks, sem fram­kvæmd var af Fé­lags­vís­inda­stofn­un fyr­ir Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­ið. Í fyrsta sinn voru tekn­ar sam­an sér­stak­ar nið­ur­stöð­ur fyr­ir Mos­fells­bæ, sem veita dýr­mæta inn­sýn í líf, heilsu og að­stæð­ur bæj­ar­búa 67 ára og eldri.

Könn­un­in fór fram með net- og síma­við­töl­um og var úr­tak­ið 232 ein­stak­ling­ar og svar­hlut­fall 49%.

Könn­un­in sýn­ir sterka stöðu eldra fólks í Mos­fells­bæ. Bæði heilsa og virkni eru al­mennt mjög góð og þjón­usta sveit­ar­fé­lags­ins virð­ist mæta þörf­um hóps­ins vel. Nið­ur­stöð­urn­ar veita mik­il­væga inn­sýn fyr­ir áfram­hald­andi þró­un þjón­ustu við eldra fólk.

Heilsu­far og hreyf­ing – sterk tengsl við líð­an

Nið­ur­stöð­urn­ar sýna að heilsu­far eldra fólks í Mos­fells­bæ er al­mennt mjög gott, og sér­stak­lega er hreyf­ing áber­andi sem vernd­andi þátt­ur fyr­ir and­lega og lík­am­lega heilsu.

  • 71% þeirra sem stunda rösk­lega göngu tvisvar í viku eða oft­ar segja and­lega heilsu sína góða
  • 88% meta and­lega heilsu sína mjög eða frek­ar góða
  • 98% borða að minnsta kosti eina heita mál­tíð á dag
  • 26% drekka ekki áfengi

Fé­lags­leg virkni og ánægja með þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar

Sam­fé­lags­þátttaka eldra fólks í Mos­fells­bæ mæl­ist góð og marg­ir sækja reglu­lega fé­lags­st­arf eða aðra virkni. Nið­ur­stöð­urn­ar sýna að eldra fólk í Mos­fells­bæ býr al­mennt við góða heilsu, virkni og þjón­ustu.

  • 39% eldra fólks í Mos­fells­bæ taka þátt í fé­lags­starfi á veg­um bæj­ar­ins sam­an­bor­ið við 25% heilt yfir á land­inu
  • 84% lýsa yfir ánægju með fé­lags­starf­ið og 93% telja fram­boð­ið nægj­an­legt
  • Heima­þjón­usta fær mjög já­kvætt mat – 84% eru ánægð með þjón­ust­una
  • Um 24% eru í form­legri end­ur­hæf­ingu

Tölvu­virkni og nýt­ing tækni

Tölvu- og tækn­inotk­un með­al eldra fólks í Mos­fells­bæ er um­tals­verð. Mjög stór hluti hóps­ins not­ar tölv­ur og snjall­tæki í dag­legu lífi. Bæði til sam­skipta við ætt­ingja og vini og til að sinna banka­við­skipt­um, fjöl­breyttri þjón­ustu og í upp­lýs­inga­leit.

  • 79% not­ar tölv­ur og/eða snjall­tæki til að eiga sam­skipti við vini eða ætt­ingja 1x í viku eða oft­ar
  • 74% sinna banka­við­skipt­um á net­inu
  • 66% skoða fréttamiðla á net­inu
  • 44% not­ar net­ið til að afla upp­lýs­inga um hreyf­ingu eða fé­lags­lega virkni
Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00