Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. desember 2024

Mos­fells­bær, mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­ið og Römp­um upp Ís­land skrif­uðu und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu í dag um fjár­mögn­un á heit­um potti með rampi fyr­ir hreyfi­haml­aða við Lága­fells­laug. Lága­fells­laug er ein fjöl­sótt­asta sund­laug lands­ins með um 224.000 heim­sókn­ir á ári og er afar vin­sæl með­al barna­fjöl­skyldna. Mun heiti pott­ur­inn með að­gengi fyr­ir öll bæta enn­frek­ar þjón­ustu og að­gengi fyr­ir hreyfi­haml­aða sund­gesti en hann verð­ur sér­stak­lega hugs­að­ur fyr­ir hreyfi­hömluð börn og ung­menni. Pott­ur­inn verð­ur sá fyrsti sinn­ar teg­und­ar á Ís­landi.

Í fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2025 er gert ráð fyr­ir 30 millj­ón krón­um til þess að byggja pott­inn og munu ráðu­neyt­ið og Römp­um upp Ís­land hvort um sig leggja 10 millj­ón­ir króna til verk­efn­is­ins auk þess sem óskað hef­ur ver­ið eft­ir styrk frá Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga vegna upp­bygg­ing­ar­inn­ar. Frum­kostn­að­ar­áætlun ger­ir ráð fyr­ir að fram­kvæmd­in fari fram á ár­inu 2025.

„Þetta er ein­stakt verk­efni og mun von­andi hafa áhrif á hönn­un heitra potta í al­menn­ings­laug­um í fram­tíð­inni. Þá erum við mjög ánægð með sam­starfs­að­il­ana en við höf­um átt í mjög góðu sam­starfi við verk­efn­ið Römp­um upp Ís­land og það­an er hug­mynd­in sprott­in.“ seg­ir Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.


Á efri mynd: Har­ald­ur Þor­leifs­son, Regína Ás­valds­dótt­ir og Ásmund­ur Ein­ar Daða­son.

Ljós­mynd­ari: Hulda Mar­grét Óla­dótt­ir

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00