Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. apríl 2025

Samn­ing­ar voru und­ir­rit­að­ir í dag um sam­þætta heima­þjón­ustu við íbúa Mos­fells­bæj­ar, aukna dagdval­ar­þjón­ustu með fleiri rým­um og stofn­un heima-end­ur­hæf­ing­ar­t­eym­is fyr­ir fólk í heima­hús­um. Með samn­ing­un­um verð­ur rekst­ur allr­ar heima­þjón­ustu á hendi Eir­ar sem rek­ur hjúkr­un­ar­heim­ili og dagdvöl í bæj­ar­fé­lag­inu. Dagdvölin stækk­ar til muna og verð­ur þar rými fyr­ir 25 ein­stak­linga í stað níu áður. Með því að efla og sam­þætta heima- og dag­þjálf­un­ar­þjón­ustu á einni hendi er þess vænst að bet­ur megi sníða hana að ein­stak­lings­bundn­um þörf­um not­enda og bregð­ast tím­an­lega við breyt­ing­um á að­stæð­um þeirra og heilsu­fari.

Und­ir­rit­un­in fór fram að Hlað­hömr­um í Mos­fells­bæ, við­stödd voru Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, Alma D. Möl­ler, heil­brigð­is­ráð­herra, Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, Elm­ar Hall­gríms Hall­gríms­son sviðs­stjóri samn­inga­sviðs Sjúkra­trygg­inga Ís­lands, Ey­björg Helga Hauks­dótt­ir, for­stjóri hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Eir­ar og Sig­ríð­ur Dóra Magnús­dótt­ir, for­stjóri Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Sam­þætt heima­þjón­usta
Eir hef­ur sinnt heima­þjón­ustu fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar um ára­bil en heima­hjúkr­un­in ver­ið veitt af Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (HH). Sam­þætt­ing þjón­ust­unn­ar bygg­ist því ann­ars veg­ar á upp­færð­um samn­ingi Mos­fells­bæj­ar við Eir sem und­ir­rit­að­ur var í dag og hins veg­ar á und­ir­rit­un samn­ings milli HH og Eir­ar sem mun því ann­ast þjón­ust­una í heild og reka hana í tengsl­um við dag­þjálf­un­ar­þjón­ust­una. Mark­mið­ið er að bæta yf­ir­sýn yfir þarf­ir þeirra sem þjón­ustu þurfa með og bregð­ast tím­an­lega við breyt­ing­um á að­stæð­um þeirra og heilsu­fari.

Stækk­uð og stór­efld dagdvöl
Dagdval­ar­rým­um á Eir verð­ur fjölgað úr 9 í 15 og einn­ig sett á fót 10 dag­þjálf­un­ar­rými fyr­ir eldra fólk með skerta getu vegna heila­bil­un­ar­sjúk­dóma. Samn­ing­ur þessa efn­is milli Eir­ar og Sjúkra­trygg­inga Ís­lands var einn­ig und­ir­rit­að­ur í dag. Mos­fells­bær mun ann­ast akst­ur fólks í dagdval­ar­þjón­ustu og legg­ur jafn­framt til auk­ið hús­næði fyr­ir dagdvöl Eir­ar.

End­ur­hæf­ing í heima­hús­um
Heima-end­ur­hæf­ing­ar­t­eymi verð­ur kom­ið á fót með stuðn­ingi heil­brigð­is­ráðu­neyt­is en teym­ið veit­ir per­sónumið­aða þjón­ustu sem fram fer á heim­ili við­kom­andi not­anda. Þjón­ust­an fel­ur í sér tíma­bundna þjálf­un og ráð­gjöf til að auka færni, virkni og bjargráð í at­höfn­um dag­legs lífs sem og sam­fé­lags­þátt­töku

Verk­efn­in eru öll lið­ur í að­gerða­áætlun stjórn­valda Gott að eldast. Mark­mið­ið er að finna góð­ar lausn­ir sem sam­þætta fé­lags- og heil­brigð­is­þjón­ustu fyr­ir eldra fólk og flétta sam­an þá þætti sem rík­ið sér ann­ars veg­ar um og hins veg­ar sveit­ar­fé­lög­in.

Mik­il­væg­ar nýj­ung­ar

„Við erum gríð­ar­lega ánægð með bæði sam­þætt­ingu heima­þjón­ustu og heima­hjúkr­un­ar og fjölg­un plássa í dagdvöl­inni,“ seg­ir Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar og nefn­ir sér­stak­lega mik­il­vægi þess að fá 10 ný dag­þjálf­un­ar­rými fyr­ir ein­stak­linga sem kljást við heila­bilun. ,,Það skipt­ir miklu máli fyr­ir þann hóp að fá þjón­ustu í Mos­fells­bæ þar sem þekk­ing á um­hverf­inu eyk­ur ör­yggis­kennd.“

„Með því að starfs­menn sam­þættr­ar heima­þjón­ustu heyri und­ir dagdvöl gefst mik­il­vægt tæki­færi fyr­ir stjórn­völd til að prófa nýj­ar leið­ir við að veita þjón­ustu. Við erum spennt að fylgjast með ár­angr­in­um. Dagdval­ir eru afar mik­il­væg­ar, ekki síst til að draga úr fé­lags­legri ein­angr­un með­al eldra fólks, og rík­is­stjórn­in legg­ur áherslu á að fleiri eigi kost á dagdvöl. Sam­þætt­ing heima­þjón­ustu mun síð­an tryggja heild­rænni og ör­ugg­ari þjón­ustu og skapa ný tæki­færi þar sem sam­an kem­ur öfl­ugt starfs­fólk heil­brigð­is- og fé­lags­þjón­ustu,“ seg­ir Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra.

„Við vit­um hvað það er mik­il­vægt fyr­ir fólk að við­halda sjálf­stæði sínu. Sam­þætt heima­þjón­usta, stór­aukin dagdval­ar­þjón­usta og til­koma heima-end­ur­hæf­ing­ar­t­eym­is­ins tel ég að muni auka til muna raun­hæfa mögu­leika eldra fólks til að búa heima hjá sér við góð­ar að­stæð­ur og bætt lífs­gæði, þrátt fyr­ir færniskerð­ingu“ seg­ir Alma D. Möl­ler heil­brigð­is­ráð­herra.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00