Aðalinnritun (þrep 1) vegna úthlutunar leikskólaplássa fyrir starfsárið 2025-2026 hefst nú í mars og stendur fram í maí.
Leikskólaplássum er úthlutað í kennitöluröð og gilda allar umsóknir fyrir alla leikskóla bæjarins þar sem Mosfellsbær er eitt leikskólasvæði. Byrjað er á árgangi 2020, næst kemur 2021 og svo koll af kolli.
Innritunaraldur starfsársins 2025-2026 eru börn fædd frá 01.01.2020 til og með 31.07.2024.
Við vinnslu úthlutunar er byrjað á fyrirliggjandi umsóknum eins og þær stóðu 28. febrúar sl. Umsóknir sem berast eftir 1. mars verða teknar fyrir í maí og júní og umsóknir sem berast eftir 1. júní eru teknar fyrir í lok ágúst og byrjun september.
Tekið skal fram að ferlið tekur alltaf nokkurn tíma en allar upplýsingar um úthlutun berast foreldrum frá viðkomandi leikskólastjóra.
Mikilvægt er að foreldrar staðfesti pláss innan 5 daga frá úthlutun svo hægt sé að úthluta í þau pláss sem afþökkuð eru.
Öll umsýsla umsókna fer fram í Völu leikskóla og þar þarf forráðafólk að samþykkja eða hafna boði um pláss.
Vinsamlega athugið, börn þurfa eiga lögheimili og vera búsett í Mosfellsbæ til að geta hafið leikskóladvöl í sveitarfélaginu.