Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. mars 2025

Að­al­inn­rit­un (þrep 1) vegna út­hlut­un­ar leik­skóla­plássa fyrir starfsárið 2025-2026 hefst nú í mars og stend­ur fram í maí.

Leik­skóla­pláss­um er út­hlutað í kenni­töluröð og gilda all­ar um­sókn­ir fyr­ir alla leik­skóla bæj­ar­ins þar sem Mos­fells­bær er eitt leik­skóla­svæði. Byrjað er á árgangi 2020, næst kemur 2021 og svo koll af kolli.

Innritunaraldur starfsársins 2025-2026 eru börn fædd frá 01.01.2020 til og með 31.07.2024.

Við vinnslu út­hlut­un­ar er byrjað á fyrirliggjandi umsóknum eins og þær stóðu 28. fe­brú­ar sl. Um­sókn­ir sem berast eft­ir 1. mars verða tekn­ar fyr­ir í maí og júní og um­sókn­ir sem berast eft­ir 1. júní eru tekn­ar fyr­ir í lok ág­úst og byrj­un sept­em­ber.

Tek­ið skal fram að ferl­ið tek­ur alltaf nokk­urn tíma en all­ar upp­lýs­ing­ar um út­hlut­un berast for­eldr­um frá viðkomandi leikskólastjóra.

Mik­il­vægt er að for­eldr­ar stað­festi pláss inn­an 5 daga frá út­hlut­un svo hægt sé að út­hluta í þau pláss sem af­þökk­uð eru.

Öll umsýsla umsókna fer fram í Völu leikskóla og þar þarf forráðafólk að samþykkja eða hafna boði um pláss.

Vinsamlega athugið, börn þurfa eiga lögheimili og vera búsett í Mosfellsbæ til að geta hafið leikskóladvöl í sveitarfélaginu.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00