Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. apríl 2025

Í haust tek­ur til starfa nýr leik­skóli í Vefara­stræti í Helga­fellslandi og hef­ur hann nú hlot­ið nafn­ið Sum­ar­hús. Nafn skól­ans var val­ið á fundi fræðslu­nefnd­ar eft­ir hug­mynda­öflun frá bæj­ar­bú­um.

Sum­ar­hús var ein af þeim hug­mynd­um sem oft­ast komu fyr­ir í hug­mynda­leit­inni og hef­ur sér­staka skír­skot­un til bók­mennta Nó­bels­skálds­ins og Mos­fell­ings­ins Hall­dórs Lax­ness, eins og raun­ar hverf­ið allt.

Skáld­ið notað hug­tak­ið Sum­ar­hús í verk­um sín­um sem tákn fyr­ir skjól, end­ur­nýj­un og tengsl við nátt­úr­una. Auk þess birt­ist oft í rit­um hans sterkt sam­band milli manns og um­hverf­is, þar sem sum­ar­hús eru tákn um ró, sköp­un og frjó­semi hug­ans, gildi sem leik­skólast­arf á að efla hjá börn­um. Nafn­ið teng­ist jafn­framt sjálf­stæði, fram­tíð og von, rétt eins og leik­skól­ar stuðla að því að börn fái tæki­færi til að rækta hæfi­leika sína og láta drauma sína ræt­ast.

Alls bár­ust um 170 til­lög­ur að nafni og þökk­um við bæj­ar­bú­um inni­lega fyr­ir áhug­ann og að­stoð­ina. Þeim að­il­um sem stungu upp á þessu nafni verð­ur boð­ið sér­stak­lega til veislu þeg­ar leik­skól­inn Sum­ar­hús verð­ur vígð­ur form­lega.

Vinna við hús­ið sjálft hef­ur geng­ið vel og er á áætlun. Upp­steypu og frá­gangi á ytra byrði húss­ins er að mestu lok­ið og er stefnt að því að fram­kvæmd­um verði lok­ið í lok júní.

Ver­ið er að ganga frá ráðn­ingu leik­skóla­stjóra sem mun veita Sum­ar­hús­um for­stöðu og taka, ásamt starfs­fólki, á móti börn­um í skól­ann í haust. Börn og starfs­fólk leik­skól­ans Hlað­hamra munu jafn­framt fá að njóta Sum­ar­húsa á með­an ver­ið er að skoða og meta ástand­ið á hús­næði Hlað­hamra.

Það er ekki á hverj­um degi sem opn­að­ur er nýr skóli í sveit­ar­fé­lag­inu en þetta verð­ur glæsi­leg bygg­ing sem á eft­ir að halda vel utan um börn og starfs­fólk í leik og starfi til fram­tíð­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00