Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. apríl 2025

Ár­ang­ur í úr­gangs­mál­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur ver­ið um­tals­verð­ur eft­ir breyt­ing­ar á rekstri urð­un­ar­stað­ar SORPU í Álfs­nesi. Á ár­inu 2024 dróst urð­un þar sam­an um 90%, úr tæp­lega 53.700 tonn­um í um 5.070 tonn. Þessi mikli sam­drátt­ur náð­ist með því að flytja bland­að­an úr­g­ang úr landi til orku­vinnslu í Sví­þjóð og stöðva al­far­ið urð­un á líf­ræn­um og lykt­ar­sterk­um úr­gangi.

„Ár­ang­ur­inn sem náðst hef­ur er fram­ar öll­um von­um. Af­staða Mos­fells­bæj­ar hef­ur ver­ið mjög skýr, að hætta urð­un á líf­ræn­um og blönd­uð­um úr­gangi í Álfs­nesi og við náð­um því í gegn í eig­enda­sam­komu­lag­inu sem var gert árið 2023. Við höf­um fylgt því mark­visst eft­ir í verk­efna­stjórn og með reglu­bundn­um fram­vindu­skýrsl­um” seg­ir Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri.

Sex af níu skil­yrð­um sam­komu­lags­ins hafa þeg­ar ver­ið upp­fyllt. Með­al þeirra eru veiga­mestu skil­yrð­in um að urða hvorki líf­ræn­an og lykt­ar­sterk­an úr­g­ang í Álfs­nesi, né bland­að­an úr­g­ang. Þá eru ákvæði í eig­enda­sam­komu­lag­inu um að bor­að­ar verði fjöldi gassöfn­un­ar­hola í urð­un­ar­stað­inn til að draga úr lykt­ar­meng­un en alla lykt­ar­meng­un frá Álfs­nesi má rekja til fyrri urð­un­ar. Þá eru skil­yrði í eig­enda­sam­komu­lag­inu að sorp­brennsla verði ekki stað­sett á Álfs­nesi.

Verk­efna­stjórn hef­ur fylgt eft­ir fram­vindu sam­komu­lags­ins, skip­uð Regínu Ás­valds­dótt­ur bæj­ar­stjóra, Páli Björg­vin Guð­munds­syni fram­kvæmda­stjóra SSH og Jóni Viggó Gunn­ars­syni fram­kvæmda­stjóra Sorpu , auk Gunn­ars Braga­son­ar verk­efna­stjóra frá SORPU og Jó­hönnu Han­sen sviðs­stjóra um­hverf­is­sviðs Mos­fells­bæj­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00